Einar, Kristrún og Ásta skipuð í eftirlitsnefnd

Nefndinni er ætlað að hafa almennt eftirlit með framkvæmd lánveitinganna …
Nefndinni er ætlað að hafa almennt eftirlit með framkvæmd lánveitinganna til fyrirtækja sem orðið hafa fyrir verulegu tekjutapi vegna heimsfaraldurs kórónuveiru. mbl.is/Kristinn Magnússon

Fjár­mála- og efna­hags­ráðherra hef­ur skipað þriggja manna nefnd til að hafa eft­ir­lit með fram­kvæmd veit­ing­ar viðbót­ar­lána lána­stofn­ana með rík­is­ábyrgð. Í nefnd­inni eiga sæti Ein­ar Páll Tamimi formaður, Kristrún Heim­is­dótt­ir og Ásta Dís Óla­dótt­ir.

Þetta kem­ur fram í til­kynn­ingu á vef Stjórn­ar­ráðsins, en þar seg­ir að nefnd­inni sé ætlað að hafa al­mennt eft­ir­lit með fram­kvæmd lán­veit­ing­anna til fyr­ir­tækja sem orðið hafa fyr­ir veru­legu tekjutapi vegna heims­far­ald­urs kór­ónu­veiru.

Nefnd­in skal skila fjár­mála- og efna­hags­ráðherra skýrslu um fram­kvæmd­ina á sex mánaða fresti, í fyrsta sinn fyr­ir 1. nóv­em­ber 2020. Jafn­framt skal hún upp­lýsa ráðherra án taf­ar ef hún verður vör við brota­lam­ir í fram­kvæmd­inni.

Í skip­un­ar­bréfi kem­ur fram að sömu nefnd verði falið að hafa eft­ir­lit með fram­kvæmd stuðningslána ef Alþingi samþykk­ir fyr­ir­liggj­andi til­lögu þess efn­is í frum­varpi til laga um fjár­stuðning til minni rekstr­araðila vegna heims­far­ald­urs kór­ónu­veiru.

mbl.is