Guðmundur lætur af störfum sem forstjóri Brims

Guðmundur Kristjánsson lætur af störfum sem forstjóri Brims.
Guðmundur Kristjánsson lætur af störfum sem forstjóri Brims. mbl.is/Kristinn Magnússon

Guðmund­ur Kristjáns­son hef­ur látið af störf­um sem for­stjóri Brims hf, en fé­lagið hét áður HB Grandi. Guðmund­ur er meiri­hluta­eig­andi Útgerðarfé­lags Reykja­vík­ur, sem er stærsti eig­andi Brims.

Fram kem­ur í til­kynn­ingu til Kaup­hall­ar­inn­ar að hann láti af störf­um af per­sónu­leg­um ástæðum og að stjórn fé­lags­ins hafi samþykkt það á reglu­leg­um stjórn­ar­fundi í dag.

Kristján Þ. Davíðsson, stjórn­ar­formaður, hef­ur þar með tekið tíma­bundið við verk­efn­um og skyld­um for­stjóra og mun gera það þangað til að nýr for­stjóri hef­ur verið ráðinn. Guðmund­ur sit­ur eft­ir sem áður í stjórn fé­lags­ins.

Greint var frá því fyrr í dag að ÚR hefði selt hluta­bréf í Brim fyr­ir 600 millj­ón­ir.

mbl.is