Selur fyrir 600 milljónir í Brim

Guðmundur Kristjánsson, forstjóri Brims.
Guðmundur Kristjánsson, forstjóri Brims. mbl.is/Kristinn Magnússon

Útgerðarfé­lag Reykja­vík­ur, sem er stærsti eig­andi Brims, hef­ur selt um 0,8% hlut í fé­lag­inu fyr­ir um 600 millj­ón­ir króna. Þetta kem­ur fram í til­kynn­ingu til Kaup­hall­ar­inn­ar. Guðmund­ur Kristjáns­son, for­stjóri Brims, er meiri­hluta­eig­andi í ÚR.

Sam­tals seldi fé­lagið 15 millj­ón­ir hluta á geng­inu 40. Sam­kvæmt lista yfir stærstu hlut­hafa Brims átti ÚR 676.726.180 hluti í Brim í lok mars­mánaðar, eða um 34,6%. Í til­kynn­ing­unni kem­ur fram að eft­ir viðskipt­in sé fjöldi hluta í eigu fjár­hags­lega tengdra aðila 859.870.977 hlut­ir, en Guðmund­ur á meðal ann­ars 19.797 hluti sjálf­ur. Hluti fjár­hags­lega tengdra aðila eft­ir viðskipt­in er því 44% í fé­lag­inu.

LSR er næst stærsti hlut­hafi Brim með um 11,3% hlut og Líf­eyr­is­sjóður versl­un­ar­manna með 10,7%.

mbl.is