Síðasti séns til að hefja strandveiðar á mánudag

Nú styttist í að strandveiðar hefjist og fer hver að …
Nú styttist í að strandveiðar hefjist og fer hver að verða síðastur að sækja um leyfi. mbl.is/Alfons Finnsson

Frest­ur til þess að fá leyfi til að hefja strand­veiðar á mánu­dag 4. maí renn­ur út í dag klukk­an þrjú og þarf að greiða fyr­ir leyfið fyr­ir klukk­an níu í kvöld, að því er seg­ir í til­kynn­ingu á vef Fiski­stofu.

Öll von er þó ekki úti fyr­ir þá sem eru sein­ir á ferð og munu um­sókn­ir og greiðslur sem verða fyr­ir töf­um fá veiðileyfi frá og með þriðju­deg­in­um 5. maí eða síðar sé þess óskað í um­sókn­inni. Sér­tak­lega ít­rek­ar Fiski­stofa að þeir sem skila um­sókn­um og greiðslum seinna en til­skil­in frest­ur ger­ir ráð fyr­ir geta ekki hafið veiðar á mánu­dag.

mbl.is