Frestur til þess að fá leyfi til að hefja strandveiðar á mánudag 4. maí rennur út í dag klukkan þrjú og þarf að greiða fyrir leyfið fyrir klukkan níu í kvöld, að því er segir í tilkynningu á vef Fiskistofu.
Öll von er þó ekki úti fyrir þá sem eru seinir á ferð og munu umsóknir og greiðslur sem verða fyrir töfum fá veiðileyfi frá og með þriðjudeginum 5. maí eða síðar sé þess óskað í umsókninni. Sértaklega ítrekar Fiskistofa að þeir sem skila umsóknum og greiðslum seinna en tilskilin frestur gerir ráð fyrir geta ekki hafið veiðar á mánudag.