Grásleppuveiðar bannaðar frá og með sunnudegi

Grásleppuveiðar verða bannaðar frá og með Sunnudegi 3. maí.
Grásleppuveiðar verða bannaðar frá og með Sunnudegi 3. maí. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Grásleppuveiðar verða bannaðar frá og með miðnætti aðfararnótt sunnudags 3. maí samkvæmt reglugerð sem útgefin var af atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu síðdegis í gær. Felur þetta í sér að útgefin leyfi til grásleppuveiða falla úr gildi. Þetta kemur fram í tilkynningu á vef Fiskistofu.

Færri bátar hafa verið að veiðum í ár en í fyrra meðal annars sökum markaðsaðstæðna og veðurfars.

Þá segir í tilkynningunni að þrátt fyrir bannið „verður heimilt að gefa út leyfi til grásleppuveiða í allt að 15 daga til þeirra sem stunduðu grásleppuveiðar árin 2018 eða 2019 á Breiðafirði, svæði 2, samkvæmt leyfum sem tóku gildi 20. maí eða síðar þau ár.“

mbl.is

Bloggað um fréttina