Nú þegar mikil óvissa ríkir um ferðalög utanlands getum við þakkað fyrir að eiga ótrúlega fallegt land með fjölda áhugaverðra staða sem vert er að heimsækja. Þó við teljum okkur vera vön að ferðast um landið okkar og þekkja vel hvar hægt er að finna góða gistingu þá leynast perlur víða um landið.
Panorama Glass Lodge er fjölskyldurekið fyrirtæki. Þau bjóða upp á þrjá dásamlega bústaði, tvo á Hellu og einn í Hvalfirði. Bústaðir eru einstakir í hönnun með glerþaki á hluta hússins þar sem gestir geta notið þess að sofa undir stjörnubjörtum himni, norðurljósunum eða kvöld sólinni á sumrin. Fullkominn staður fyrir þá sem leggja mikið upp úr því að ná góðum myndum.
View this post on InstagramA post shared by Panorama Glass Lodge Iceland (@panoramaglasslodge) on Apr 15, 2020 at 2:06pm PDT
Fyrir þá sem ekki búa í grennd við Reykjavíkur og langar að skreppa suður og gista á frumlegum stað þá eru Reykjavík Domes tilvalinn staður fyrir þá sem langar til að líða eins og þeir séu í útlöndum. Reykjavík Domes eru í Gufunesinu svo ekki langt er að skella sér niður í miðborg Reykjavíkur.
View this post on InstagramA post shared by Reykjavik Domes (@reykjavikdomes) on Feb 7, 2020 at 11:45am PST
Langar þig að skreppa aftur til fortíðar og gista í torfhúsi eins og forfeður okkar? Nú þegar fátt er um erlenda ferðamenn er tilvalið að nýta tækifærið. Torfhúsin eru á suðurlandi, ekki langt frá Friðheimum.
View this post on InstagramSunny day at Torfhús Retreat. #torfhusretreat
A post shared by Torfhús Retreat (@torfhusretreat) on Dec 20, 2019 at 5:31am PST