„Þetta eru forkastanleg vinnubrögð“

Örn Pálsson, framkvæmdastjóri Landssambands smábátaeigenda, segir aldrei áður hafa komið …
Örn Pálsson, framkvæmdastjóri Landssambands smábátaeigenda, segir aldrei áður hafa komið upp sú staða að grásleppusjómenn sem eru með fjölda neta í sjó verði skyndilega án veiðileyfis. mbl.is/Golli

Marg­ir smá­báta­eig­end­ur eru ósátt­ir við ákvörðun um að banna grá­sleppu­veiðar frá og með miðnætti í kvöld og hvernig staðið var að þeirri henni. Margt hefði bet­ur mátt fara, seg­ir Örn Páls­son, fram­kvæmda­stjóri Lands­sam­bands smá­bá­teig­enda, í sam­tali við 200 míl­ur.

„Í fyrsta lagi erum við mjög svekkt­ir yfir því hvernig að þess­ari stöðvun var staðið. Ég vissi af henni rétt í kring­um fjög­ur á fimmtu­deg­in­um. Þá var kom­in til­kynn­ing á heimsíðu Fiski­stofu og ann­ars ekk­ert rætt við okk­ur. Ég sá það strax að það væri von­laust fyr­ir marga að ná net­un­um í land fyr­ir miðnætti í kvöld, vegna þess að það er mjög mik­ill afli og það er ekki pláss í bát­un­um. En auðvitað veit ég að menn munu reyna allt sem þeir geta til þess að hætta veiði,“ seg­ir Örn.

Hann seg­ir grá­sleppu­sjó­menn mjög ósátta við ákvörðun­ina. „Þeir sem eru í miðri vertíð og líka þeir sem eru ekki komn­ir svo langt. Þetta hef­ur komið aft­an að þeim og ráðherr­ann hefði átt að koma því á fram­færi í reglu­gerð að leyfi­leg­ur heild­arafli á vertíðinni væri 4.656 tonn og að veiðar yrðu stöðvaðar þegar væri komið að því marki.“ Spurður hvort ráðherra hafi ekki gefið nægi­lega skýr skil­boð um til­hög­un veiðanna við upp­haf þeirra svar­ar Örn: „Alls ekki.“

Þeir sem hafa stundað grásleppuveiðar eru mis langt komnir í …
Þeir sem hafa stundað grá­sleppu­veiðar eru mis langt komn­ir í vertíðinni. mbl.is/​Hafþór Hreiðars­son

Tel­ur þú að tíma­setn­ing­in um að til­kynna stöðvun veiða á fimmtu­degi klukk­an fjög­ur fyr­ir langa helgi sé til þess fall­in að draga úr getu manna til þess að and­mæla ákvörðun­inni?

„Þetta eru nátt­úru­lega forkast­an­leg vinnu­brögð að hafa þetta svona og ekki hægt að ná í nokk­urn mann. Og standa frammi fyr­ir því að menn séu bún­ir að missa leyfið á miðnætti og vera með fjölda neta í sjó og eru þar með orðnir ólög­leg­ir og hafa í raun ekki heim­ild til þess að stunda grá­sleppu­veiðar, hvað þá að ná net­un­um. En þetta er staða sem hef­ur aldrei nokk­urn tím­ann komið upp,“ svar­ar fram­kvæmda­stjór­inn.

Mis­mun­un út­gerðaraðila

Hann kveðst hafa viljað sjá stöðvun veiða hafa lengri aðdrag­anda. „Þannig að væri meiri jafn­ræði milli manna í fjölda [veiði]daga. Með þessu eru sum­ir rétt bún­ir að leggja, aðrir komn­ir með 44 daga og þriðji hópn­um er tryggt allt að 15 dög­um. Það er mik­il mis­mun­un þarna á milli.“

Þá tel­ur Örn að rétt­ara hefði verið að fylgj­ast nán­ar með veiðunum, einkum stöðunni hvað varðar út­gefið afla­mark. Bend­ir hann á að sam­tök­in hafi sent at­vinnu- og ný­sköp­un­ar­ráðuneyt­inu bréf 2. apríl þar sem þessu var komið á fram­færi. Þar var jafn­framt mælt með því að há­marks veiðidag­ar hvers báts yrðu 39 til 40 dag­ar en ráðuneytið ákvað að þeir yrðu 44.

„Veiðar fóru hægt af stað, það var mikið um brælu og í fyrstu töl­um mátti kannski ekki gera ráð fyr­ir því að vertíðin yrði upp á marga fiska. En strax og veður batnaði og fleiri fóru að týn­ast á veiðar var þetta al­gjör­lega ljóst og hefði mátt sjá þetta með miklu meiri fyr­ir­vara,“ seg­ir Örn, en heild­arafli veiðanna hef­ur náð ráðgjöf Haf­rann­sókna­stofn­un­ar.

Breyt­ing­ar án fyr­ir­vara

Margt hefðir bet­ur mátt fara að mati fram­kvæmda­stjór­ans sem ger­ir einnig at­huga­semd­ir við það hvernig Haf­rann­sókna­stofn­un stóð að ráðgjöf sinni um heild­arafla. „Ráðgjöf Haf­rann­sókna­stofn­un­ar var lægri núna en í fyrra þrátt fyr­ir að rallið kom bet­ur út. Ef maður les hvers vegna, þá er það vegna þess að þeir breyttu þeirra aðferð sem notuð er til að reikna út hvað þeir leggja til að verði heild­arafli. Mér finnst all­ar svona breyt­ing­ar eigi að kynna með góðum fyr­ir­vara þannig að menn væru vel meðvitaðir og gætu brugðist við.“

Hafrannsóknastofnun breytti forsendum útreikninga um hvernig skyldi ákveða heildarafla.
Haf­rann­sókna­stofn­un breytti for­send­um út­reikn­inga um hvernig skyldi ákveða heild­arafla. mbl.is/​Eggert Jó­hann­es­son
mbl.is