Endurunnið plast að toghlerum á Dalvík

Báturinn Spirted Lady er með Neptune toghlera frá Pólar úr …
Báturinn Spirted Lady er með Neptune toghlera frá Pólar úr stáli, en bráðum mun fyrirtækið selja toghlera úr endurunnu plasti. Ljósmynd/Polar toghlerar ehf.

Plast­meng­un hef­ur hlotið veru­lega at­hygli á und­an­förn­um árum og víða verið lögð auk­in áhersla á flokk­un og end­ur­vinnslu. Nú stytt­ist í að end­urunnið plast, sem meðal ann­ars verður til vegna haf­tengdr­ar starf­semi, geti nýst í gerð tog­hlera og hler­arn­ir sjálf­ir verði end­urunn­ir þegar þeim þarf að farga.

„Hug­mynd­in varð til fyr­ir að verða tíu árum þegar veru­leg umræða varð um plast­meng­un,“ seg­ir Atli Már Jósa­fats­son, einn eig­enda og fram­kvæmda­stjóri Pol­ar tog­hlera ehf. Fyr­ir­tækið stefn­ir að fram­leiðslu tog­hlera úr en­urunnu plasti frá Pure North Recycl­ing í Hvera­gerði, en fram­leiðslan verður hjá Sæplasti á Dal­vík.

Hann seg­ir að nú hafi skap­ast skil­yrði til þess að hrinda hug­mynd­inni í fram­kvæmd. „Tækn­in fleyt­ir þessu fram og nú er mjög ein­falt að end­ur­vinna plastúr­gang og svo hef­ur heim­ur­inn verið að minnka í þeim skiln­ingi að við erum far­in að selja hlera til mun fleiri landa en áður. Við erum að reka okkurá aðstæður í minna þróuðum lönd­um þar sem væri veru­leg bú­bót fyr­ir þá aðila sem stunda veiðar að fá nú­tíma­hönn­un á tog­hler­um.“

Atli Már bend­ir á að á þess­um mörkuðum noti marg­ir út­gerðaraðilar enn sam­bæri­lega hönn­un og verið hef­ur í marg­ar kyn­slóðir og tog­hler­arn­ir séu oft úr járni og timbri.

Hann seg­ir mark­hóp­inn vera gíf­ur­leg­an fjölda tog­báta sem eru minna en 24 metr­ar að lengd. Talið er að allt að ein millj­ón báta í þess­um stærðarflokki stundi tog­veiðar. Flest­ir bát­arn­ir eru í Asíu, Afr­íku, Mið- og Suður-Am­er­íku og Suður-Evr­ópu í Miðjarðar­hafi.

Endurunnið plast frá hveragerði mun verða að toghlerum á Dalvík.
End­urunnið plast frá hvera­gerði mun verða að tog­hler­um á Dal­vík. Reikn­ing/​Pol­ar tog­hler­ar ehf.

Þá sé ný hönn­un á tog­hler­um til þess gerð að skila not­end­um betri veiðimögu­leik­um þar hönn­un­in miðar að því að há­marka getu hler­ans til þess að opna trollið með sem minnstu viðnámi, að sögn Atla Más. „Það sem meira er, að tog­hler­ar úr plasti, steypt­ir hler­ar, gefa enda­lausa mögu­leika í hönn­un á hler­an­um. Við erum með hlera sem er bú­inn að fara í gegn­um langt ferli í hönn­un til þess að gera hann eins hag­kvæm­an og hægt er.“

Hringrás­ar­vara

Fyr­ir liggja mik­il tæki­færi fyr­ir minni báta að skila betri af­komu, að sögn hans, og hann bend­ir á að tog­hler­arn­ir séu minni og dragi úr rekstr­ar­kostnaði með tölu­vert minni ol­íu­notk­un og auki tekj­ur með betri afla­brögðum.

Þá seg­ir Atli Már óhag­kvæm veiðarfæri hafa mjög slæm áhrif á vist­kerfið. „Með því að skrapa botn­inn eyðast viðkvæm­ar botn­líf­ver­ur sem eru uppistaðan í fæðu smá­fiska og með sama áfram­haldi má bú­ast við lé­legri end­ur­nýj­un og að fiski­stofn­ar hverfi af mörg­um svæðum. Með straum­fræðilega hönnuðum tog­hler­um steypt­um úr plasti og létt­um í sjó er hægt að draga veru­lega úr viðnámi veiðarfær­is­ins við botn. Hag­kvæm hönn­un sem dreg­ur úr viðnámi tog­hler­anna við botn hlíf­ir einnig viðkvæm­um botn­líf­ver­um.“ Þá séu tog­hler­ar sem draga úr ol­íu­notk­un lík­legri til þess að stuðla að minni los­un.

Atli Már Jósafatsson.
Atli Már Jósa­fats­son.

Spurður hvort tog­hler­ar úr plasti séu ekki úr veik­ara efni en til að mynda þeir sem eru úr stáli seg­ir hann svo vera. Hins veg­ar sé það svo að smærri bát­ar þurfi ekki jafn mik­inn styrk til þess að stunda sín­ar veiðar.

Í skýrslu sem unn­in var fyr­ir Nor­rænu ráðherra­nefnd­ina vegna verk­efn­is­ins Hrein nor­ræn höf og birt var í janú­ar kem­ur fram að mik­il­vægt sé að skapa hvata til þess að til­kynna töpuð veiðarfæri og til þess að end­ur­vinna þau. En tog­hler­ana, sem hafa fengið nafnið Plútó, má ein­mitt gera úr end­urunn­um veiðarfær­um auk kaðla, kara og annarra plastefna. Þannig get­ur búnaður sem ekki er leng­ur not­hæf­ur orðið hluti af veiðum á ný. Jafn­framt get­ur mynd­ast já­kvæð hringrás þar sem end­ur­vinna megi hler­ana í nýja hlera.

Fyrst um sinn mun fram­leiðsla tog­hler­anna ekki geta reitt sig ein­göngu á plast sem teng­ist haf­sókn, en mark­miðið er að svo verði. Atli Már seg­ir áherslu lagða á að fram­leiðslan verði hér á landi að eins miklu leyti og unnt er, en ljóst sé að einnig sé þörf á að end­ur­vinna plast nær þeim mörkuðum þar sem mark­hóp kaup­enda tog­hler­anna er að finna enda er plastúr­gang­ur vanda­mál á heimsvísu.

Lík­an prentað í Dan­mörku

„Við erum að fara að prófa lík­an í flæðitanki. Það er til­raunatank­ur í Hirts­hals [í Dan­mörku] sem við not­um til að prófa öll okk­ar hlera­mód­el áður en við setj­um þau á markað,“ svar­ar Atli Már spurður um stöðu verk­efn­is­ins nú. Hann seg­ir að um þess­ar mund­ir séu þrívídd­ar­prent­ar­ar í Dan­mörku að prenta út lík­an af tog­hler­un­um, á grund­velli teikn­inga frá fyr­ir­tæk­inu, sem verða nýtt­ar við próf­an­irn­ar.

Hann seg­ir fleiri aðila hafa sýnt verk­efn­inu áhuga. „Við erum með aðila á Englandi sem vilja prófa fyr­ir okk­ur hler­ana, í Skotlandi og Frakklandi. Þannig að við mun­um senda nokk­ur pör til próf­ana á mis­mun­andi stöðum.“

Þessi grein birt­ist
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Þessi grein birt­ist
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur: