Pítsusendill í banninu

Hilmar Hafsteinsson fór með síðustu matarpantanirnar á fimmtudagskvöld.
Hilmar Hafsteinsson fór með síðustu matarpantanirnar á fimmtudagskvöld. Ljósmynd/Erling Ó. Aðalsteinsson

Í sam­komu­bann­inu und­an­far­inn rúm­an mánuð hef­ur Hilm­ar Haf­steins­son keyrt út pítsur til viðskipta­vina Rauða ljóns­ins á Eiðis­torgi á Seltjarn­ar­nesi, en hann er einn eig­enda staðar­ins sem og Steik­húss­ins við Tryggvagötu í Reykja­vík, þar sem hann er veit­inga- og rekstr­ar­stjóri. „Þetta hef­ur verið skemmti­leg til­breyt­ing, en nú þurf­um við að gera allt til­búið á Steik­hús­inu áður en við opn­um þar aft­ur á miðviku­dag,“ seg­ir hann.

Þegar Hilm­ar tók við sem rekstr­ar­stjóri veit­ingastaðanna eft­ir að hafa út­skrif­ast fyrst sem viðskipta­fræðing­ur frá Há­skóla Íslands 2016 og síðan sem fram­leiðslumaður frá Mennta­skól­an­um í Kópa­vogi 2018 átti hann ekki von á því að starfið yrði nán­ast al­farið fólgið í því að keyra út pítsur til viðskipta­vina í óákveðinn tíma á líðandi ári. En eng­inn sá kór­ónu­veirufar­ald­ur­inn fyr­ir, allt í einu var komið á sam­komu­bann, Steik­hús­inu var lokað og Hilm­ar og Eyj­ólf­ur Gest­ur Ing­ólfs­son yf­ir­mat­reiðslumaður fluttu sig yfir á Rauða ljónið.

Opn­ar Steik­húsið á ný

Vegna sam­komu­banns­ins, sem byrjaði um miðjan mars, var ró­legt á Rauða ljón­inu, eng­ar bein­ar út­send­ing­ar frá ensk­um fót­bolta­völl­um og al­mennt lítið um að vera. „Við urðum að bregðast við breyttu ástandi í sam­fé­lag­inu og þegar gest­ir okk­ar gátu ekki leng­ur komið í mat til okk­ar var ekki annað í stöðunni en að fara með mat­inn til fólks­ins,“ seg­ir Hilm­ar. „Mér finnst gam­an að vinna, vinn mikið og nenni ekki að vera aðgerðalaus heima. Þess vegna tók ég að mér að send­ast með mat­inn milli klukk­an fimm og níu á hverj­um degi og sé ekki eft­ir því – þetta hef­ur verið gam­an.“

Rauða ljónið var ekk­ert nema nafnið, þegar Haf­steinn Eg­ils­son, faðir Hilm­ars, keypti hús­næðið og opnaði sam­nefnd­an stað aft­ur eft­ir banka­hrunið 2008. „Fjöl­skyld­an stóð að þessu sam­an og við opnuðum 1. maí 2009,“ seg­ir Hilm­ar, sem var í námi í Versl­un­ar­skóla Íslands sam­fara vinnu á staðnum. „Ég hef því unnið á Rauða ljón­inu í 11 ár þó ég hafi meira verið á Steik­hús­inu eft­ir að ég út­skrifaðist sem viðskipta­fræðing­ur.“ Til nán­ari út­skýr­ing­ar seg­ist hann hafa mik­inn áhuga á mat og víni í hæsta gæðaflokki og þess vegna hafi hann farið í fram­reiðslu­nám sam­fara því að vinna á Steik­hús­inu. Þar hafi hann unnið sig upp og þegar Ní­els bróðir hans, sem var rekstr­ar- og veit­inga­stjóri á Steik­hús­inu, tók við rekstri íbúðahót­els fjöl­skyld­unn­ar á Teneri­fe, hafi hann tekið við kefl­inu.

Útgöngu­bann hef­ur verið á Spáni und­an­farn­ar vik­ur, þó aðeins sé farið að slaka á því, en þegar ljóst var hvert stefndi kom Haf­steinn, sem hef­ur verið Ní­els inn­an­hand­ar við rekst­ur­inn, heim frá Teneri­fe og aðstoðaði Hilm­ar í út­keyrsl­unni. „Við feðgarn­ir höf­um verið á fullu í út­keyrsl­unni,“ seg­ir Hilm­ar um þjón­ust­una sem lauk í gær­kvöldi.

Tím­inn hef­ur liðið hratt og nú ein­beit­ir Hilm­ar sér að Steik­hús­inu. „Eft­ir á að hyggja var þetta frá­bær hug­mynd að snúa dæm­inu við, að fara með mat­inn til fólks­ins,“ seg­ir hann. „Mér hef­ur alltaf þótt gam­an að vinna á Ljón­inu og þetta var skemmti­leg nýbreytni en núna bíð ég spennt­ur eft­ir því að geta opnað Steik­húsið aft­ur.“ Hann seg­ir samt að rekst­ur­inn verði með breyttu sniði til að byrja með, opið fimm daga í viku frá klukk­an 17-22, en lokað á mánu­dög­um og þriðju­dög­um. „Við vit­um ekki hvað við erum að fara út í og för­um því var­lega í sak­irn­ar, en von­andi get­um við haft opið alla daga sem fyrst. Við meg­um hafa 50 manns inni í einu og hlýðum Víði.“

Viðtalið birt­ist fyrst í Morg­un­blaðinu 1. maí.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Stönd­um sam­an

Við hjá Árvakri vilj­um vekja at­hygli á því sem vel er gert á þess­um erfiðu tím­um. Ef þú ert með góða sögu af fyr­ir­tækj­um og ein­stak­ling­um sem eru að gera gott, sendu okk­ur ábend­ingu á net­fangið stond­um­sam­an@mbl.is.

Stöndum saman