Teiknaði þríeykið í klukkustundavís

Hér má sjá teikninguna af Ölmu sem Svava sendi henni. …
Hér má sjá teikninguna af Ölmu sem Svava sendi henni. Svava segir munnsvipinn sem hér má sjá einkennandi fyrir Ölmu. Teikning/Svava Dögg

Svava Dögg Guðmunds­dótt­ir hef­ur setið við að und­an­förnu og teiknað þríeykið svo­kallaða, Ölmu Möller land­lækni, Víði Reyn­is­son yf­ir­lög­regluþjón og Þórólf Guðna­son sótt­varna­lækni, auk Páls Matth­ías­son­ar, for­stjóra Land­spít­al­ans. Svava teikn­ar í allt að 16 klukku­stund­ir sam­fleytt þessa dag­ana og hafa viðbrögð við afrakstr­in­um, sem hún deil­ir á Face­book, ekki látið á sér standa.

Með hverri og einni teikn­ingu reyn­ir Svava að varpa ljósi á per­sónu­leika „mód­els­ins“.

„Ég valdi ekki endi­lega bestu mynd­irn­ar af þeim held­ur þær mynd­ir sem mér fannst sýna per­sónu­leika­ein­kenni þeirra best,“ seg­ir Svava í sam­tali við mbl.is og nefn­ir dæmi:

„Eins og munnsvip­ur­inn á Ölmu sem er svo ein­kenn­andi fyr­ir hana og það þegar Þórólf­ur hall­ar höfðinu ör­lítið fram og er hugsi.“

Svava valdi mynd af Þórólfi þar sem hann hallar höfðinu …
Svava valdi mynd af Þórólfi þar sem hann hall­ar höfðinu ör­lítið og er hugsi. Teikn­ing/​Svava Dögg

Augnsvip­ur Víðis kveikti teikniþörf

Svava horf­ir dag­lega á upp­lýs­inga­fundi al­manna­varna en hún átti sí­fellt erfiðara með að fylgj­ast með fund­un­um eft­ir því sem leið á sam­komu­bann og ein­angr­un. 

„Ég er með mik­inn at­hygl­is­brest svo hug­ur minn fór úr einu í annað og ég átti erfitt með að fylgj­ast með fund­un­um. Ég ákvað því að teikna, ég fór að skissa og krota og fór svo að teikna hluta af fólk­inu sem var á fund­un­um, ekki fólkið sjálft. Ég teiknaði aug­un á þess­um og nefið á öðrum og út­færði þetta ein­hvern veg­inn.“

Svava Dögg Guðmundsdóttir.
Svava Dögg Guðmunds­dótt­ir. Ljós­mynd/​Aðsend

Við áhorfið einn dag­inn tók Svava eft­ir augnsvipi Víðis og hugsaði með sér að það væri skemmti­legt að teikna hann.

„Ég var ekki al­veg nógu ánægð með hann þar sem ég hafði bara verið að skissa annað slagið. Ég sýndi vin­konu minni mynd­ina og hún hvatti mig til að sýna fólki sem ég var ekki al­veg viss um að væri góð hug­mynd til að byrja með. Svo horfði ég á upp­lýs­inga­fund sama dag og þá var af­mæl­is­dag­ur­inn hans Víðis. Þá hugsaði ég með mér að það væri kannski bara sniðugt að deila mynd­inni. Fólk var mjög hrifið. Ég fékk svo mik­inn móral yfir því að hafa teiknað hann fyrst en ekki Ölmu, aðallega vegna jafn­rétt­is­sjón­ar­miða svo ég ákvað að ég myndi líka teikna Ölmu.“

Svövu fannst augnsvipur Víðis áhugaverður og ákvað því að teikna …
Svövu fannst augnsvip­ur Víðis áhuga­verður og ákvað því að teikna yf­ir­lög­regluþjón­inn. Teikn­ing/​Svava Dögg

Svava tók sér tvo daga í að teikna Víði en sat þó ekki við all­an tím­ann. Hún seg­ir að teikn­ing­in af Víði hafi verið erfiðust þar sem hún var ekki í jafn góðri þjálf­un og nú. 

„Núna get ég setið nán­ast sam­fleytt í 16 klukku­stund­ir og bara gleymi ég mér í þessu. Ég geri eig­in­lega ekk­ert annað en að teikna þessa dag­ana.“

Fékk viðbrögð frá land­lækni og for­stjóra Land­spít­al­ans

Svava hef­ur deilt mynd­un­um með Ölmu sem hef­ur í það minnsta sýnt Víði hans mynd. Fékk Svava þakk­ir fyr­ir. Hún sendi sömu­leiðis mynd á Pál sem þakkaði henni kær­lega fyr­ir og þótti mynd­in fal­leg. Ætlun Svövu er að teikna einnig ein­hverja þeirra tákn­mál­stúlka sem hafa staðið vakt­ina ásamt þríeyk­inu á fleir­um. Þá hef­ur hún hugsað sér að gefa Þórólfi sína mynd á papp­ír. 

Spurð hvort mynd­irn­ar séu á ein­hvern hátt þakk­arvott­ur fyr­ir vel unn­in störf seg­ir Svava: „Það er eig­in­lega pínu þannig líka. Mér finnst svo þægi­legt hvað þau eru yf­ir­veguð og ró­leg.“

Teikn­ing/​Svava Dögg
mbl.is

Stönd­um sam­an

Við hjá Árvakri vilj­um vekja at­hygli á því sem vel er gert á þess­um erfiðu tím­um. Ef þú ert með góða sögu af fyr­ir­tækj­um og ein­stak­ling­um sem eru að gera gott, sendu okk­ur ábend­ingu á net­fangið stond­um­sam­an@mbl.is.

Stöndum saman