Vill setja grásleppu í kvóta

Kristján Þór Júlíusson sjávarútvegsráðherra.
Kristján Þór Júlíusson sjávarútvegsráðherra. mbl.is/Hari

Kristján Þór Júlíusson sjávarútvegsráðherra vill að grásleppa verði sett í kvóta og telur að smábátaeigendur séu sammála. Honum beri að fara að ráðleggingum Hafrannsóknarstofnunar og því hafi hann stöðvað grásleppuveiðar á miðnætti.

Kannað verði með Fiskistofu hver staða þeirra sé sem þurftu að sækja afla og veiðafæri í dag.

Þetta kom fram í kvöldfréttum Stöðvar 2. 

Fram kemur, að Kristján hafi á miðnætti stöðvað veiðar á grásleppu því að búið var að veiða að ráðlögðum heildarafla Hafrannsóknarstofnunar. Smábátaeigendur víða hafa mótmælt aðgerðinni. Sjá m.a. umfjöllun mbl.is hér fyrir neðan. 

mbl.is