Eins konar hryðjuverk gegn fjölskyldubílnum

Hópur manna á vegum Reykjavíkurborgar vinnur nú að lagningu hjólastígs …
Hópur manna á vegum Reykjavíkurborgar vinnur nú að lagningu hjólastígs og uppsetningu strætóskýlis við Geirsgötu. mbl.is/Árni Sæberg

Vaskur hópur manna á vegum Reykjavíkurborgar hefur undanfarið sést við vinnu við Geirsgötu í miðbænum. Var hópurinn þá að vinna að uppsetningu á nýrri stoppistöð Strætó en nokkra athygli vekur að ekkert útskot fylgir nýju stöðinni. Þetta veldur því að strætisvagnar munu þurfa að stoppa á miðri akbraut til að hleypa farþegum sínum inn og út úr vagninum með fyrirséðum töfum á umferð um götuna.

Vigdís Hauksdóttir, borgarfulltrúi Miðflokksins, segir framkvæmdina ekkert annað en hluta af þrengingarstefnu meirihlutans í Reykjavík. Geirsgata sé mikilvæg samgönguæð og framkvæmd sem þessi eins konar hryðjuverk gegn fjölskyldubílnum.

mbl.is