1.700 manns flugu með Icelandair í apríl

Floti Icelandair stendur að mestu óhreyfður þessa dagana.
Floti Icelandair stendur að mestu óhreyfður þessa dagana. mbl.is/Eggert

Fjöldi farþega í milli­landa­flugi hjá Icelanda­ir í apríl dróst sam­an um 99-100% í apríl, miðað við sama mánuð í fyrra. Þetta kem­ur fram í flutn­inga­töl­um flug­fé­lags­ins sem birt­ar voru í kaup­höll­inni í dag.

Í til­kynn­ingu er þessi litli fjöldi farþega sagður end­ur­spegla þá stöðu sem nú rík­ir í alþjóðaflugi vegna kór­ónu­veirufar­ald­urs­ins og þeirra ferðatak­mark­ana sem nú gilda um all­an heim. 

Tekið er fram að Icelanda­ir hafi þó lagt áherslu á að tryggja lág­marks­flug­sam­göng­ur til og frá land­inu í sam­starfi við stjórn­völd.

Sæta­nýt­ing­in 13% en ekki 83,7%

„Þetta hef­ur haft mik­il áhrif á starf­semi Icelanda­ir Group, hvort sem um ræðir milli­landa-, inn­an­lands­flug eða leiguflug­starf­semi. Fé­lagið hef­ur lagt áherslu á að viðhalda frakt­flutn­ing­um og hafa þeir dreg­ist mun minna sam­an en farþega­flutn­ing­ar á þess­um tíma. Þess utan hef­ur fé­lagið tekið að sér ýmis sér­verk­efni í frakt- og leiguflugi,“ seg­ir í til­kynn­ing­unni.

Fram kem­ur að heild­ar­fjöldi farþega hjá Icelanda­ir í apríl hafi verið um 1.700 sam­an­borið við um 318 þúsund í fyrra, sem er 99% sam­drátt­ur á milli ára. Heild­ar­fram­boð minnkaði um 97% á milli ára. Sæta­nýt­ing fé­lags­ins var 13% sam­an­borið við 83,7% í apríl 2019.

Fleiri flugu með Air Ice­land Conn­ect

Fjöldi farþega hjá Air Ice­land Conn­ect var rúm­lega 1.970 í apr­íl­mánuði og fækkaði um 91% á milli ára, en eru þó fleiri en flugu á sama tíma með Icelanda­ir. Fram­boð minnkaði um 87% og var sæta­nýt­ing 46,2% sam­an­borið við 69% í apríl 2019.

Seld­ir blokktím­ar í leiguflug­starf­semi fé­lags­ins dróg­ust sam­an um 75% í mars­mánuði. Frakt­flutn­ing­ar dróg­ust minna sam­an, eða um 37%. Á helstu flutn­inga­leiðum hef­ur allt fram­boð verið að fullu nýtt og sam­drætti í farþega­flugi verið mætt með auka ferðum af frakt­vél­um fé­lags­ins til Evr­ópu og Banda­ríkj­anna. Þannig hef­ur fé­lagið náð að tryggja út­flutn­ing og verðmæti sjáv­ar­af­urða og annarra út­flutn­ings­vara og flutt inn nauðsynja­vör­ur til Íslands.

Flogið nær dag­lega með vör­ur frá Kína til Þýska­lands

Eins og áður hef­ur verið greint frá hef­ur Icelanda­ir Group einnig tekið að sér ýmis sér­verk­efni. Þar má nefna flutn­ing á vör­um frá Kína fyr­ir ís­lenska heil­brigðis­kerfið í sam­starfi DB Schen­ker og nú er flogið nær dag­lega með lækn­inga- og hjúkr­un­ar­vör­ur frá Kína til Þýska­lands fyr­ir aðila í heil­brigðisþjón­ustu í Evr­ópu. Þá eru auk þess nokk­ur sams­kon­ar flug frá Kína til Banda­ríkj­anna með viðkomu á Íslandi. Þessi verk­efni munu koma fram í flutn­ingstöl­um fyr­ir maí­mánuð.

mbl.is