Arion banki tapaði tæplega 2,2 milljörðum

Höfuðstöðvar Arion banka.
Höfuðstöðvar Arion banka. mbl.is/Kristinn Magnússon

Ari­on banki tapaði tæp­lega 2,2 millj­örðum króna á fyrsta fjórðungi árs­ins. Arðsemi eig­in­fjár var nei­kvæð um 4,6% á tíma­bil­inu. Á sama tíma­bili í fyrra hagnaðist bank­inn um rétt rúm­an millj­arð króna og var arðsemi eig­in­fjár þá já­kvæð um 2,1%.

Þetta kem­ur fram í upp­gjöri bank­ans sem birt var nú síðdeg­is.

Einkum eru tekn­ir til þrír þætt­ir sem or­sakað hafi nei­kvæða af­komu á fyrsta árs­fjórðungi 2020.

Hrein­ar fjár­muna­tekj­ur hafi verið nei­kvæðar um tvo millj­arða króna, „einkum vegna gang­v­irðis­breyt­inga hluta­bréfa vegna óhag­stæðrar þró­un­ar á mörkuðum, hrein virðis­breyt­ing verið nei­kvæð um 2.860 millj­ón­ir króna, aðallega vegna svart­sýnni for­sendna í IFRS 9-líkön­um bank­ans, einkum ef horft er til væntr­ar þró­un­ar at­vinnu­leys­is og til­færslu viðskipta­vina í ferðamanna­tengdri starf­semi í þrep 2, og af­lögð starf­semi, sem var nei­kvæð um 889 millj­ón­ir króna vegna ta­prekstr­ar Valitor og mats­breyt­inga í Sól­bjargi og Stakks­bergi, en öll dótt­ur­fé­lög­in eru flokkuð sem eign­ir til sölu,“ seg­ir í til­kynn­ingu frá bank­an­um.

Heild­ar­eign­ir námu 1.188 millj­örðum króna í lok mars­mánaðar, sam­an­borið við 1.082 millj­arða króna í árs­lok 2019. Lausa­fé bank­ans jókst þar sem ekki varð af fyr­ir­hugaðri 10 millj­arða króna arðgreiðslu, bank­inn gaf út skulda­bréf und­ir viðbót­ar eig­in­fjárþætti 1 í fe­brú­ar og inn­lán juk­ust. Lán til viðskipta­vina hækkuðu lít­il­lega frá ára­mót­um, aðallega hús­næðislán.

Inn­lán juk­ust um 9,4% frá ára­mót­um en bank­inn hef­ur lagt áherslu á inn­lán í fjár­mögn­un sinni. Heild­ar eigið fé í lok mars nam 184 millj­örðum króna, sam­an­borið við 190 millj­arða króna í árs­lok 2019 en lækk­un­in er einkum til­kom­in vegna áfram­hald­andi kaupa á eig­in bréf­um bank­ans á fyrsta árs­fjórðungi 2020.

Til­laga um arðgreiðslu ekki leng­ur með áhrif til lækk­un­ar

„Eig­in­fjár­hlut­fall bank­ans (CAR-hlut­fall) var 27,5% í lok mars 2020 en var 24,0% í árs­lok 2019. Hlut­fall al­menns eig­in­fjárþátt­ar 1 nam 22,5% í lok mars 2020, sam­an­borið við 21,2% í árs­lok 2019.

Eig­in­fjár­grunn­ur sam­stæðunn­ar jókst um 23,3 millj­arða króna frá ára­mót­um, einkum vegna vel heppnaðrar út­gáfu á 100 millj­óna doll­ara skulda­bréfs und­ir viðbót­ar eig­in­fjárþætti 1 í fe­brú­ar 2020 og vegna ákvörðunar stjórn­ar Ari­on banka um að leggja til að ekki verði af fyr­ir­hugaðri arðgreiðslu vegna árs­ins 2019 í ljósi Covid-19 heims­far­ald­urs­ins og til­mæla Seðlabanka Íslands þar að lút­andi.

Sú ákvörðun verður til þess að til­laga um 10 millj­arða króna arðgreiðslu, sem lá fyr­ir í árs­lok 2019, hef­ur ekki leng­ur áhrif til lækk­un­ar á eig­in­fjár­grunni sam­stæðunn­ar,“ seg­ir enn frem­ur í til­kynn­ingu bank­ans.

Bank­inn er sagður stefna áfram á að ná mark­miðum sín­um til meðallangs tíma að því gefnu að efna­hags­lífið jafni sig inn­an þess tíma.

Þró­ast með nokkuð já­kvæðum hætti

Haft er eft­ir Bene­dikti Gísla­syni, banka­stjóra Ari­on banka, að af­kom­an markist mjög af heims­far­aldri kór­ónu­veiru.

„Af­kom­an á fjórðungn­um er nei­kvæð um rúm­lega tvo millj­arða króna einkum vegna þátta sem tengj­ast Covid-19 svo sem þró­un­ar verðbréfa­markaða og efna­hags­lífs­ins al­mennt. Markaðsvirði hluta­bréfa­eign­ar bank­ans lækkaði um rúma tvo millj­arða króna, niður­færsl­ur lána námu um þrem­ur millj­örðum, eða um 0,38% af lána­safni bank­ans, og nei­kvæð áhrif fé­laga til sölu námu um ein­um millj­arði króna.

Niður­færsl­ur lána eru að mestu til­komn­ar vegna vænt­inga um erfiðleika í efna­hags­líf­inu og þar með aukn­um lík­um á van­skil­um. Lána­safn bank­ans er sem fyrr vel dreift á milli lána til ein­stak­linga og fyr­ir­tækja, en um 91% af út­lán­um bank­ans eru tryggð með veðum, þar af 70% með veðum í fast­eign­um.

Kjarn­a­starf­semi bank­ans þró­ast með nokkuð já­kvæðum hætti á árs­fjórðungn­um borið sam­an við fyrsta árs­fjórðung 2019 þrátt fyr­ir krefj­andi aðstæður. Til að mynda eykst vaxtamun­ur bank­ans, tekj­ur af kjarn­a­starf­semi aukast um 9% og rekstr­ar­kostnaður dregst sam­an um 10%. Áhersla á grunnstoðir í rekstri bank­ans held­ur áfram og fjár­hags­leg mark­mið hafa ekki breyst þó mögu­lega sé lengra í að þau ná­ist,“ seg­ir Bene­dikt.

11% lána til ein­stak­linga í greiðslu­fryst­ingu

„Við höf­um aðstoðað viðskipta­vini okk­ar síðustu vik­ur og mánuði og gert okk­ar besta til að hjálpa þeim að bregðast við þeim ein­stæðu aðstæðum sem Covid-19 hef­ur leitt af sér. Ein­stak­ling­ar hafa fyrst og fremst óskað eft­ir greiðslu­hléi íbúðalána og höf­um við komið til móts við ósk­ir hátt í tvö þúsund viðskipta­vina um greiðslu­hlé.

Eru nú rúm­lega 11% lána bank­ans til ein­stak­linga í greiðslu­fryst­ingu. Við höf­um jafn­framt lagt áherslu á að vera í góðu sam­bandi við for­svars­fólk fyr­ir­tækja til að fara yfir stöðu mála og horf­ur og hafa fjöl­mörg fyr­ir­tæki óskað eft­ir fryst­ingu lána. Við höf­um gert okk­ar besta til að koma til móts við þau og eru nú um 9% lána til fyr­ir­tækja í fryst­ingu. Alls hef­ur bank­inn því fryst um 10% af lána­safni sínu.“

Muni áfram leggja sitt af mörk­um

„Aðdá­un­ar­verður ár­ang­ur hef­ur náðst í bar­áttu við Covid-19 veiruna hér á landi sem er á und­an­haldi. Efna­hags­leg­ar af­leiðing­ar veirunn­ar eru enn að koma fram og eru þær ein­hverj­ar þær harka­leg­ustu sem við höf­um séð á seinni tím­um. Ef að lík­um læt­ur þá má gera ráð fyr­ir að nokkuð sé í að ferðaþjón­usta hér á landi taki við sér og nái fyrri hæðum með já­kvæðum áhrif­um fyr­ir ís­lenskt at­vinnu- og efna­hags­líf. Ari­on banki mun áfram leggja sitt af mörk­um og styðja við sína viðskipta­vini.

Útgáfa bank­ans í fe­brú­ar á skulda­bréfi und­ir viðbót­ar­eig­in­fjárþætti 1 sem og ákvörðun stjórn­ar bank­ans um að falla frá end­ur­kaupa­stefnu og út­greiðslu arðs  gera að verk­um að eig­in­fjár- og lausa­fjárstaða bank­ans er óvenju sterk og 27,5% eig­in­fjár­hlut­fall bank­ans (CAR hlut­fall) hærra en nokkru sinni. Þriðjung­ur af eig­in fé bank­ans, eða um 63 millj­arðar króna, er um­fram lög­boðið lág­mark og er bank­inn því vel í stakk bú­inn til að tak­ast á við þær aðstæður sem nú eru uppi.“

mbl.is