Hefja sjálfstæða rannsókn á Brimi

Samkeppniseftirlitið hefur samþykkt kaup Brims á Fiskvinnslunni Kambi og Grábrók …
Samkeppniseftirlitið hefur samþykkt kaup Brims á Fiskvinnslunni Kambi og Grábrók og hyggst hefja sjálfstæða rannsókn á því hvort stofnast hafi til yfirráða Útgerðarfélags Reykjavíkur hf. og tengdra aðila í Brimi hf. mbl.is/​Hari

Sam­keppnis­eft­ir­litið hef­ur til­kynnt Brim að það muni ekki gera at­huga­semd­ir við kaup fé­lags­ins á tveim­ur fé­lög­um í Hafnar­f­irði og ákveður að hefja aðra rann­sókn vegna fé­lags­ins er snýr að yf­ir­ráðum fyrr­ver­andi for­stjóra og tengd­um aðilum yfir fé­lag­inu.

Í til­kynn­ingu sem Brim hf. sendi frá sér í gær­kvöldi kem­ur fram að Sam­keppnis­eft­ir­litið „teldi ekki ástæðu til að aðhaf­ast frek­ar“ vegna kaupa fé­lags­ins á Fisk­vinnsl­unni Kambi hf. og Grá­brók ehf. Þar með eru all­ir fyr­ir­var­ar vegna kaup­anna falln­ir niður og verða þessi viðskipti kláruð sam­kvæmt samn­ing­um þar um, að því er fram kem­ur í til­kynn­ingu frá Brim.

Þann 21. októ­ber 2019 til­kynnti Brim að fé­lagið hafði gert samn­ing um kaup á tveim­ur fyr­ir­tækj­um í Hafnar­f­irði, Fisk­vinnsl­unni Kambi hf. og út­gerðarfé­lag­inu Grá­brók ehf. Heild­ar­upp­hæð kaup­anna nam rétt rúm­um þrem­ur millj­örðum króna, 2,3 millj­örðum fyr­ir Kamb og 772 millj­ón­um fyr­ir Grá­brók. Aðal­eig­andi fé­lag­anna tveggja var Hjálm­ar Kristjáns­son bróðir Guðmund­ar Kristjáns­son­ar, þáver­andi for­stjóra Brims.

Sam­kvæmt samn­ing­un­um sem gerðir voru átti að greiða að hluta fyr­ir Kamb með hluta­bréf­um í Brimi hf. sem voru í eigu fé­lags­ins og nema um 1% af heild­ar­hluta­fé Brims að verðmæti um 835 millj­ón­um króna. Voru viðskipt­in háð samþykkt Sam­keppnis­eft­ir­lits­ins sem nú virðist liggja fyr­ir.

Í kjöl­far samn­ing­anna, 16. des­em­ber, var kaup­höll­inni til­kynnt að Guðmund­ur hefði selt 30 millj­ón­ir hluti í Brim fyr­ir rúm­an millj­arð og að hann og Hjálm­ar hefðu slitið viðskipta­tengsl sín. Var þá sagt frá því að Útgerðarfé­lag Reykja­vík­ur (sem er að mestu í eigu Guðmund­ar), Guðmund­ur og fjár­hags­lega tengd­ir aðilar hafi átt 44,73% í Brimi.

Hefja annað mál

Fram kom í ann­arri til­kynn­ingu frá Brim sem barst í gær­kvöldi að fé­lag­inu hafi einnig verið til­kynnt að Sam­keppnis­eft­ir­litið hyggst hefja sjálf­stæða rann­sókn á því hvort stofn­ast hafi til yf­ir­ráða Útgerðarfé­lags Reykja­vík­ur hf. og tengdra aðila í Brimi hf. vegna til­tek­inna viðskipta Útgerðarfé­lags Reykja­vík­ur hf. og tengdra aðila á ár­inu 2019 með eign­ar­hluti í Brimi hf., sem að mati Sam­keppnis­eft­ir­lits­ins voru til þess fall­in að hafa áhrif á mat á yf­ir­ráðum í fé­lag­inu í skiln­ingi sam­keppn­islaga.

Ekki eru til­greind ná­kvæm­lega hvaða viðskipti sé átt við, en fram kem­ur að Sam­keppnis­eft­ir­litið ætl­ar að taka af­stöðu til þess hvort að við mögu­lega mynd­un yf­ir­ráða í Brimi hafi verið fram­kvæmd­ur samruni af hálfu aðila í and­stöðu við ákvæði sam­keppn­islaga.

Í síðustu viku til­kynnti Brim að Guðmund­ur myndi láta af störf­um sem for­stjóri Brims, en myndi halda áfram í stjórn fé­lags­ins. Sama dag var einnig sagt frá því að Útgerðarfé­lag Reykja­vík­ur hafi selt 0,8% hlut í Brim fyr­ir 600 millj­ón­ir króna.

mbl.is