Mótmæla fordæmalausri ákvörðum ráðherra

Bæjarráð Akraness mótmælir tilhögun stöðvunar grásleppuveiða og krefst þess að …
Bæjarráð Akraness mótmælir tilhögun stöðvunar grásleppuveiða og krefst þess að ákvörðunin verði endurskoðuð. mbl.is/Árni Sæberg

Bæj­ar­ráð Akra­ness krefst þess í fund­ar­gerð sinni ákvörðun Kristjáns Þórs Júlí­us­son­ar, sjáv­ar­út­vegs- og land­búnaðarráðherra, um að stöðva grá­sleppu veiðar með skömm­um fyr­ir­vara verði end­ur­skoðuð. Bann var sett á veiðarn­ar með reglu­gerð og var til­kynn­ing þess efn­is birt síðdeg­is 30. apríl og tók bannið gildi á miðnætti aðfar­arnótt sunnu­dags 3. maí.

Ákvörðunin hef­ur sætt mik­illi gagn­rýni og var á laug­ar­dag 2. maí haft eft­ir Örn Páls­son, fram­kvæmda­stjóra Lands­sam­bands smá­báta­eig­enda, að um væri að ræða „forkast­an­leg vinnu­brögð“ að til­kynna bannið með skömm­um fyr­ir­vara og síðdeg­is á fimmtu­degi fyr­ir langa helgi.

Taldi Örn ákvörðun­ina verða til þess að grá­sleppu­sjó­menn myndu óhjá­kvæmi­lega verða lög­brjót­ar þar sem erfitt yrði að ná inn net­un­um fyr­ir þann tíma sem bannið tók gildi.

„Bæj­ar­ráð Akra­ness tek­ur und­ir með fé­lags­mönn­um í smá­báta­fé­lag­inu Sæljóni á Akra­nesi og mót­mæl­ir for­dæma­lausri ákvörðum sjáv­ar­út­vegs- og land­búnaðarráðherra um að stöðva grá­sleppu­veiðar með alltof skömm­um fyr­ir­vara,“ seg­ir í fund­ar­gerð bæj­ar­ráðs Akra­ness. Jafn­framt er bent á að „mis­vægi er á milli lands­hluta hvað varðar grá­sleppu­veiðar og ger­ir þá kröfu að ráðherra end­ur­skoði ákvörðun sína þannig að jafn­ræðis verði gætt.“

mbl.is