Ósiðlegt og ætti með réttu að vera ólöglegt

„Fram hefur komið að Össur ehf. hafi ákveðið að nýta …
„Fram hefur komið að Össur ehf. hafi ákveðið að nýta sér hlutabótaleiðina örskömmu eftir að fyrirtækið greiddi eigendum sínum 1,2 milljarða króna í arð. Slíkt athæfi er ósiðlegt og ætti með réttu að vera ólöglegt.“ Ljósmynd/Aðsend

Miðstjórn Alþýðusam­bands Íslands árétt­ar að op­in­ber stuðning­ur til fyr­ir­tækja vegna áhrifa COVID-19 á ekki að vera til þess gerður að fyr­ir­tæki sem ekki þurfa á hon­um að halda vaði í sam­eig­in­lega sjóði sam­fé­lags­ins að vild.

„Fram hef­ur komið að Össur ehf. hafi ákveðið að nýta sér hluta­bóta­leiðina ör­skömmu eft­ir að fyr­ir­tækið greiddi eig­end­um sín­um 1,2 millj­arða króna í arð. Slíkt at­hæfi er ósiðlegt og ætti með réttu að vera ólög­legt,“ seg­ir í til­kynn­ingu frá sam­band­inu.

Þar seg­ir jafn­framt að ASÍ hafi ít­rekað kallað eft­ir því að stjórn­völd setji skýr skil­yrði við op­in­ber­um stuðningi, og að slík­ar kröf­ur séu í sam­ræmi við ráðlegg­ing­ar Alþjóðavinnu­mál­stofn­un­ar­inn­ar, Alþjóðagjald­eyr­is­sjóðsins og OECD.

„Meðal skil­yrða sem ASÍ hef­ur kallað eft­ir er að fyr­ir­tæki hafi nýtt sér eig­in bjarg­ir, þau und­ir­gang­ist skil­yrði um að greiða ekki út arð til tveggja ára eft­ir að þau njóta fyr­ir­greiðslu og að fyr­ir­tæk­in eða eig­end­ur þeirra séu ekki skráð í skatta­skjól­um. Stjórn­völd hafa brugðist þeirri skyldu sinni að tryggja hags­muni al­menn­ings og kom­andi kyn­slóða. Nú er mál að linni.“

mbl.is

Bloggað um frétt­ina