Landa milljónasamningi í Bretlandi

Morrisons í Bretlandi hefur fest kaup á tæknibúnaði fyrir 300 …
Morrisons í Bretlandi hefur fest kaup á tæknibúnaði fyrir 300 milljónir króna frá Skaganum 3X. Ljósmynd/Skaginn 3X

Breska versl­un­ar­keðjan Morris­son, sem hef­ur yfir 550 versl­an­ir í Bretlandi hef­ur fest kaup á SUB-CHILL­ING tækn­inni frá Skag­an­um 3X og verður fyrsta fyr­ir­tækið til að nýta þessa tækni á Bret­lands­markaði. Auk SUB-CHILL­ING hef­ur Morri­sons fest kaup á RoteX uppþiðing­ar­kerfi fyr­ir fryst­ar afurðir og lausn sem vinn­ur marn­ing og sund­maga­hryggi, að því er fram kem­ur í frétta­til­kynn­ingu frá Skag­an­um 3X. Heild­ar­sölu­verðið nem­ur 300 millj­ón­um króna.

Sam­hliða því að reka versl­an­ir er Morri­sons fram­leiðandi á fiski og öðru sjáv­ar­fangi til breskra neyt­enda og er áætlað að upp­setn­ingu búnaðar­ins í verk­smiðju Morri­sons í Grims­by í Englandi ljúki í júlí. Kerfið mun viðhalda gæðum og lengja geymsluþol á þeim 20 þúsund tonn­um af hvít­fisk og laxi sem Morri­sons fram­leiðir ár­lega, seg­ir í til­kynn­ing­unni.

Fram kem­ur að SUB-CHILL­ING kerfið sé hannað og þróað af Skag­an­um 3X og not­ar sér­hæfða tækni í þeim til­gangi að viðhalda upp­runa­leg­um gæðum afurðar og auka geymsluþol. Fisk­ur­inn er kæld­ur niður í mín­us eina gráðu en til sam­an­b­urðar verður fisk­ur kæld­ur með ís aldrei kald­ari en um frost­mark, seg­ir í til­kynn­ing­unni. Ávinn­ing­ur­inn er sagður stífari flök til vinnslu án frumu­skemmda vegna ískrist­alla­mynd­un­ar og þannig leng­ist geymsluþol afurðar­inn­ar.

Ragnar A. Gudmundsson, sölustjóri Skaginn 3X, og Peter Nickson, framkvæmdarstjóri …
Ragn­ar A. Gudmunds­son, sölu­stjóri Skag­inn 3X, og Peter Nickson, fram­kvæmd­ar­stjóri fiskisviðs hjá Morri­sons. Ljós­mynd/​Skag­inn 3X

„Þrátt yfir kór­ónu­veiruna tókst okk­ur að ná sam­an um þessi viðskipti og er ætl­un okk­ar að óbreyttu að ljúka upp­setn­ingu í júlí. Frá því að við af­hent­um fyrsta SUB-CHILL­ING™ kerfið árið 2014 hef­ur markaður­inn smám sam­an áttað sig á hverju það get­ur áorkað. Mörg fyr­ir­tæki hafa bæst í hóp­inn og viðræður standa yfir við nokk­ur önn­ur fyr­ir­tæki. Við trú­um því að of­urkælt hrá­efni verði viðmið markaðar­ins fyrr en var­ir,“ seg­ir Ragn­ar A. Guðmunds­son, sölu­stjóri hjá Skag­an­um 3X.

mbl.is