Nýtt og fullkomið frystiskip

Nýtt og fullkomið frystiskip, Ilivileq, kom til hafnar í Reykjavík í fyrradag, en það er í eigu dótturfélags Brims á Grænlandi sem er í 100% eigu Brims.

Skipið er skráð í Qaqortoq á Suður-Grænlandi og er eitt það fullkomnasta í NorðurAtlantshafi, segir í frétt á heimasíðu Brims. Skipið var smíðað í Gijon á Norður-Spáni og er 81,8 metrar að lengd, 17 metra breitt og um 5.000 brúttótonn að stærð.

Rolls Royce í Noregi hannaði skipið í samstarfi við Brim. Við hönnun skipsins var orkusparnaður hafður að leiðarljósi, sem og sjálfvirkni. Aðstaða skipverja er eins og best verður á kosið. Fullkominn búnaður er til flökunar og frystingar og fiskimjölsverksmiðja frá HPP er í skipinu þannig að allur afli verður fullnýttur. Afkastageta vinnslunnar getur verið allt að 150 tonn á sólarhring. Flökunarvélar koma frá Vélfagi á Ólafsfirði. Skipið er búið nýrri kynslóð af vélum frá Bergen-Diesel og Rolls-Royce með 5.400 kW afli.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur: