Skeljungur sér að sér

Árni Pétur Jónsson, forstjóri Skeljungs.
Árni Pétur Jónsson, forstjóri Skeljungs. Ljósmynd/Aðsend

Skelj­ung­ur býður öll­um starfs­mönn­um sín­um 100% vinnu og end­ur­greiðir Vinnu­mála­stofn­un kostnað vegna þeirra starfs­manna fyr­ir­tæk­is­ins sem fengu hluta­bóta­greiðslur í apríl.

Þetta kem­ur fram í til­kynn­ingu frá fyr­ir­tæk­inu.

Fjallað hef­ur verið um málið í dag og þá staðreynd að Skelj­ung­ur, Hag­ar og Össur hafa nýtt sér hluta­bóta­leiðina eft­ir að hafa greitt hlut­höf­um sín­um arð eða keypt eig­in bréf.

Að at­huguðu máli tel­ur Skelj­ung­ur að ekki hafi verið rétt að nýta úrræðið.  Skelj­ung­ur mun því bjóða starfs­mönn­um sín­um 100% vinnu frá og með 1. maí og end­ur­greiða Vinnu­mála­stofn­un all­an þann kostnað sem til féll vegna starfs­manna Skelj­ungs í apr­íl­mánuði.

All­ir starfs­menn Skelj­ungs hafa nú verið færðir í 100% vinnu­hlut­fall og munu því ekki sækja frek­ari bæt­ur til Vinnu­mála­stofn­un­ar.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina