Var með hjartslátt yfir því að flytja í úthverfi

Guðbjörg Gissurardóttir framkvæmastjóri og ritstýra tímaritsins Í boði náttúrunnar hefur búið í Grafarholti í 15 ár ásamt eiginmanni sínum og börnum. Hún hélt hún myndi aldrei flytja úr miðbæ Reykjavíkur en fyrir þann tíma bjó hún í New York. Einn daginn var hún mætt upp í Grafarholt að skoða íbúð í sömu blokk og mágur hennar bjó í. Til að gera langa sögu stutta þá heillaðist hún af íbúðinni, staðsetningunni, garðinum og náttúrunni sem flæðir inn í íbúðina þegar opið er út í garð.

Guðbjörg er mjög nýtin og vill ekki henda neinu. Hún segir að hippinn í henni fái útrás fyrir sköpunarkraftinn á heimilinu og oft og tíðum bjargar hún einhverju sem enginn vill eiga. Þess á milli nýtur hún lífsins í sumarbústað fjölskyldunnar en þar er sköpunarkrafturinn nýttur til fulls. 

mbl.is