Frakkar sagðir sniðganga íslenskar sjávarafurðir

Verslunarkeðjur á borð við Leclerc í Frakkalandi eru sagðar taka …
Verslunarkeðjur á borð við Leclerc í Frakkalandi eru sagðar taka þátt í að sniðganga innfluttar sjávarafurðir. AFP

Írsk­ar og skosk­ar út­gerðir saka sam­tök franskra út­gerðarmanna um að hvetja kaup­end­ur í Frakklandi til þess að sniðganga sjáv­ar­af­urðir frá Íslandi, Skotlandi, Írlandi, Dan­mörku og Nor­egi í þeim til­gangi að auka sölu franskra afurða. Jafn­framt eru frönsk stjórn­völd sökuð um að hvetja kaup­end­ur til þess að ein­blína á fransk­ar afurðir, að því er fram kem­ur í um­fjöll­un EchoLi­ve.

„Þeim lík­ar að lýsa því yfir að um sé að ræða evr­ópsk hafsvæði þegar þeir eru með 50% af kvót­an­um í skötu­sel í írskri land­helgi, á meðan Írland fær aðeins 5% af skötu­s­elskvót­an­um í eig­in sjó. En þeir vilja ekki sætta sig við að til er evr­ópsk­ur markaður sem við höf­um jafn­an aðgang að,“ seg­ir John Nol­an, fram­kvæmda­stjóri Cast­let­own­b­ere Fis­her­men’s Co-op.

„Í Frakklandi er fólk hrætt við að taka við fiski af okk­ur,“ seg­ir hann. „Jafn­vel stór­ar versl­un­ar­keðjur eins og Leclerc, jafn­vel stjórn­völd eru að segja að það eigi bara að kaupa fransk­an fisk.“

Biðla til stjórn­valda

Sam­tök skoskra fram­leiðenda á hvít­fiski (Scott­ish White Fish Producers Associati­on) hafa sagt að sam­tök franskra út­gerðarmanna og báta­eig­enda séu með bein­um hætti að biðja versl­an­ir í Frakka­landi um að hætta að kaupa „ódýr­an inn­flutt­an fisk“ frá Skotlandi, Írlandi, Dan­mörku, Nor­egi og Íslandi.

„Þetta er mjög sorg­legt í ljósi þess að markaðir hafa verið lagðir í rúst vegna kór­ónu­veirufar­ald­urs­ins og það þarfn­ast frek­ar hvetj­andi um­hverfi í stað tak­mark­anna,“ seg­ir El­speth Macdon­ald, fram­kvæmda­stjóri sam­bands skoskra veiðimanna (Scott­ish Fis­her­men’s Federati­on). „Við erum að ræða málið við bresk og skosk stjórn­völd og höf­um verið í sam­bandi við franska sendi­ráðið. Von­andi fer þess­ari mis­mun­un að ljúka.“

Nol­an kveðst þakk­lát­ur vegna efna­hagsaðgerða írskra stjórn­valda vegna kór­ónu­veirufar­ald­urs­ins sem hafa miðað að því að veita fjár­hags­stuðning vegna áhafna. „En fyr­ir báta­eig­end­ur og út­gerðir er það sem er að ger­ast í grein­inni mar­tröð. […] Við sitj­um á þrem­ur millj­ón­um í formi lag­er af rækj­um sem eng­inn markaður er fyr­ir.“

mbl.is