Loðna víða nyrðra

Ljósmynd/Aðsend

Nokkuð hef­ur verið um til­kynn­ing­ar til Haf­rann­sókna­stofn­un­ar síðustu vik­ur um full­orðna loðnu inni á fjörðum fyr­ir norðan land og jafn­vel rekna á fjör­ur, t.d. í Hrútaf­irði.

Strand­veiðimenn í Eyjaf­irði töluðu í vik­unni um að þorsk­ur­inn væri stút­full­ur af loðnu. Utar við Eyja­fjörðinn veidd­ist vel af þorski í gær og mikið var af loðnu í þorsk­mög­un­um, í mörg­um til­vik­um var hún hrogna­full. Einn þorsk­anna hafði sporðrennt um 40 loðnum áður en hann beit á krók veiðimanns­ins í Arn­ar­nes­vík utan við Hjalteyri.

Birk­ir Bárðar­son fiski­fræðing­ur seg­ir að frétt­ir um hrygn­ing­ar­loðnu fyr­ir Norður­landi komi ekki á óvart. Síðustu ár hafi tals­vert af loðnunni hrygnt fyr­ir norðan og ljóst sé að hrygn­ing hafi verið að aukast þar, að því er seg­ir í Morg­unbaðinu í dag.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur: