„Óskaplega slæmt“

Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, segir það slæmt að stöndug …
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, segir það slæmt að stöndug fyrirtæki, sem greitt hafa út arð á sama tíma og þau nýta sér hlutabótaleið stjórnvalda. mbl.is/​Hari

Bjarni Bene­dikts­son, fjár­mála- og efna­hags­ráðherra, seg­ir það slæmt að stönd­ug fyr­ir­tæki nýti sér hluta­bóta­leið stjórn­valda á sama tíma og þá hafa greitt út arð. 

„Það er óskap­lega slæmt og rek­ur rýt­ing í sam­stöðuna sem við höf­um öll verið að reyna að byggja upp á Íslandi til þess að kom­ast sam­an í gegn­um þessa tíma,“ sagði Bjarni í viðtali við frétta­mann RÚV að lokn­um rík­is­stjórn­ar­fundi í morg­un.

Tek­ur hann því und­ir orð for­sæt­is­ráðherra sem sagði í gær að það væri óviðund­andi þegar stönd­ug fyr­ir­tæki fara þessa leið. 

Bjarni vill að ferlið sé gegn­sætt og seg­ir hann stjórn­völd hafa næg­ar heim­ild­ir til að kalla eft­ir skýr­ing­um fyr­ir­tækj­anna. Seg­ir hann að birta verði lista yfir öll fyr­ir­tæki sem hafa nýtt sér hluta­bóta­leiðina. 

Bjarni sagði jafn­framt að ef að stjórn­völd fái ekki full­nægj­andi skýr­inga rá því hvers vegna fyr­ir­tæki hafi nýtt sér úrræðið verði leiðir skoðaðar til að end­ur­heimta fjár­magnið með ein­um eða öðrum hætti. 

Meðal fyr­ir­tækja sem hafa greitt út arð og nýtt sér hluta­bóta­leiðina stuttu síðar eru Össur, Hag­ar, Festi og Skelj­ung­ur. Hið síðast­nefnda til­kynnti í gær að það muni bjóða öll­um starfs­mönn­um sín­um 100% vinnu og end­ur­greiða Vinnu­mála­stofn­un kostnað vegna þeirra starfs­manna fyr­ir­tæk­is­ins sem fengu hluta­bóta­greiðslur í apríl.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina