„Þetta er alveg yndislegt“

Ómar Sigurðsson kveðst ánægður með upphaf strandveiðanna.
Ómar Sigurðsson kveðst ánægður með upphaf strandveiðanna. Ljósmynd/Aðsend

„Þetta hef­ur gengið al­veg ljóm­andi vel. Það var að vísu bræla fyrstu tvo dag­ana en svo hef­ur verið mjög góð veiði og fal­leg­ur og góður fisk­ur,“ seg­ir Ómar Sig­urðsson, sem tek­ur þátt í strand­veiðum árs­ins á Þresti BA-48, í sam­tali við 200 míl­ur. Hann seg­ir veðrið hafa verið af­skap­lega gott síðustu tvo daga og að verð á mörkuðum hafa verið fram úr von­um.

Ómar ger­ir út frá Arn­arstapa og kveðst færa sig til Pat­reks­fjarðar í júní, en þaðan hef­ur hann verið að róa frá því að strand­veiðar hóf­ust árið 2009. „ Ég verð út allt þetta tíma­bil, kom­inn í helg­ar­frí núna og fer aft­ur á sjó­inn á mánu­dag­inn. Þetta er al­veg ynd­is­legt. […] Þetta er gríðarlegt atriði fyr­ir sjáv­ar­pláss­in, þau fyll­ast af lífi þegar strand­veiðarn­ar byrja.“

Hann tel­ur al­menna ánægju meðal strand­veiðimanna með veiðarn­ar og að það hafi verið gerð já­kvæð breyt­ing á kerf­inu í fyrra. „Það er alltaf svo að það má alltaf gott laga. Við hefðum viljað veiða á sunnu­dög­um þannig að við vær­um með fisk klár­an á mánu­dags­morgni fyr­ir vinnsl­urn­ar. Ann­ars eru menn bara mjög sátt­ir.“

Ómar kom með vænan afla að landi í gær.
Ómar kom með væn­an afla að landi í gær. Ljós­mynd/​Aðsend
mbl.is