Landsvirkjun lækkar verð til álvera

Stórnotendur munu fá raforkuna á kostnaðarverði út október 2020.
Stórnotendur munu fá raforkuna á kostnaðarverði út október 2020. mbl.is/Jón Pétur

Lands­virkj­un hef­ur lækkað verð til stór­not­enda sinna tíma­bundið niður í kostnaðar­verð. Ráðstöf­un­in er tíma­bund­in, frá 1. maí til 31. októ­ber en með ákvörðun­inni lækk­ar verð til stór­not­enda niður í um 28 til 35 dali á Meg­awatt­stund eða um allt að 25%. Fyr­ir vikið verður Lands­virkj­un af um 10 millj­ón­um dala, um 1,45 millj­örðum króna.

Í sam­tali við mbl.is seg­ir Stef­an­ía Guðrún Hall­dórs­dótt­ir, fram­kvæmda­stjóri markaðs- og viðskiptaþró­un­ar­sviðs Lands­virkj­un­ar, að ákvörðunin sé tek­in til að létta und­ir með fyr­ir­tækj­um nú þegar markaðsaðstæður hafa versnað. „Það er hag­ur okk­ar að þessi fyr­ir­tæki, sem við erum í lang­tímaviðskipta­sam­bandi við og eru mörg hver grund­völl­ur efna­hags­kerf­is okk­ar, standi af sér ástandið,“ seg­ir Stef­an­ía.

Stefanía Guðrún Halldórsdóttir, framkvæmdastjóri markaðs- og viðskiptaþróunarsviðs Landsvirkjunar.
Stef­an­ía Guðrún Hall­dórs­dótt­ir, fram­kvæmda­stjóri markaðs- og viðskiptaþró­un­ar­sviðs Lands­virkj­un­ar. Ljós­mynd/​Aðsend

Stór­not­end­ur eru skil­greind­ir sem þeir not­end­ur sem nota allt árið yfir 10 MW af orku, eða sem jafn­gild­ir 87,6 gíg­awatt­stund­um á ári. Að sögn Stef­an­íu eru það ál­ver, gagna­ver og kís­il­ver, allt fyr­ir­tæki þar sem raf­orka er stór hluti af breyti­leg­um kostnaði. Fyr­ir­tæk­in hafa gert lang­tíma­samn­inga um raf­orku­verð en nú hef­ur Lands­virkj­un, sem fyrr seg­ir, veitt þeim tíma­bund­inn af­slátt.

Nokk­ur umræða var um raf­orku­samn­ing Rio Tinto Alcan fyrr á ár­inu, er for­svars­menn ál­fyr­ir­tæk­is­ins gáfu það út að ein af for­send­um þess að hægt væri að halda starf­semi þess gang­andi áfram væri að raf­orku­samn­ing­ur­inn væri end­ur­skoðaður. Leynd hvíl­ir yfir raf­orku­samn­ingn­um en bæði Hörður Arn­ar­son, for­stjóri Lands­virkj­un­ar, og Rann­veig Rist, þáver­andi for­stjóri Rio Tinto Alcan, hafa lýst yfir vilja til að aflétta leynd­inni. Land­virkj­un hef­ur óskað form­lega eft­ir því að trúnaði verði aflétt og seg­ir Stef­an­ía að sam­tal við Rio Tinto Alcan sé í gangi. „Sem stórt fyr­ir­tæki á orku­markaði er gríðarlega mik­il­vægt að við get­um veitt eins mikið gagn­sæi og kost­ur er.“

Verðlækk­un á er­lend­um mörkuðum spil­ar inn í

Auk minnk­andi eft­ir­spurn­ar, spil­ar inn í að raf­orku­verð á er­lend­um mörkuðum hef­ur lækkað tölu­vert að und­an­förnu. „Við horf­um mikið til Nor­dpool, raf­orku­markaðar­ins á Norður­lönd­um. Þar sjá­um við að í síðasta mánuði var raf­orku­verðið það lægsta sem við höf­um séð í tutt­ugu ár,“ seg­ir Stef­an­ía.

Rím­ar þetta við yf­ir­lýs­ing­ar Jó­hanns Snorra Sig­ur­bergs­son­ar, for­stöðumanns viðskiptaþró­un­ar hjá HS Orku stærsta eig­anda Vest­ur­verks, í Morg­un­blaðinu á föstu­dag í til­efni af ákvörðun Vest­ur­verks um að segja báðum starfs­mönn­um sín­um upp og setja vinnu við Hvalár­virkj­un á ís.

Spurð hvort verðlækk­un­in taki einnig til ein­stak­linga og al­mennra fyr­ir­tækja, seg­ir Stef­an­ía svo ekki vera. Lands­virkj­un sér ekki um smá­sölu raf­orku, en sel­ur til smá­sölu­fyr­ir­tækja. Er markaðshlut­deild Lands­virkj­un­ar á al­menn­um markaði um 50%. „Verðlagn­ing okk­ar á heild­sölu­markaði er ákveðin með reglu­leg­um hætti og hann er aðeins dína­mísk­ari.“ Með öðrum orðum þurfi ekki sér­staka ákvörðun sem þessa til að lækka verðið.

Stef­an­ía bend­ir þó á að minni­hluti raf­orku­verðs í smá­sölu komi til vegna fram­leiðslunn­ar. Sam­kvæmt töl­um frá 2018 er þetta hlut­fall um þriðjung­ur, en dreif­ing­ar­kostnaður 39%, flutn­ing­ur 10% og skatt­ar 21%. „Ef það ætti að lækka raf­orku­kostnað [til heim­ila og fyr­ir­tækja] þyrfti að heim­ila dreifi­veit­um að lækka tíma­bundið flutn­ings- og dreifigjald,“ seg­ir Stef­an­ía, en raf­orku­dreif­ing er sér­leyf­is­skyld starf­semi og fylg­ir op­in­berri verðskrá.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina