Vara við hafís undan Vestfjörðum

Um 32 sjómílur eru í hafísinn, sem sést vel á …
Um 32 sjómílur eru í hafísinn, sem sést vel á gervihnattamynd á reki á milli Íslands og Grænlands. Ljósmynd/Facebook

Landhelgisgæslan varar við hafís undan Vestfjörðum en síðustu daga hefur hafísröndin fært sig nær landi og var ísröndin klukkan 21 á föstudagskvöld í um 30 sjómílna fjarlægð frá Straumnesi. Nokkur skip eru á veiðum við ísröndina.

Á sunnudagskvöld er spáð allhvassri vest-suðvestan átt á svæðinu og gæti ísinn þá færst nær landi. Meðfylgjandi kort sýnir ísbrúnina sem varðskipið Týr fylgdi eftir aðfaranótt laugardags. Íshrafl og ísmolar geta verið utan svæðisins. 

Landhelgisgæslan varar við hafís undan Vestfjörðum en síðustu daga hefur …
Landhelgisgæslan varar við hafís undan Vestfjörðum en síðustu daga hefur hafísröndin fært sig nær landi. Kort/Landhelgisgæslan

Á Facebook-síðu Eldfjallafræði og náttúruváhópi Háskóla Íslands er einnig vakin athygli á hafísnum með glæsilegri MODIS gervitunglamynd úr Terra tungli NASA. Um 32 sjómílur eru í hafísinn, sem sést vel á mynd á reki á milli Íslands og Grænlands.

mbl.is