Arna og Tómas gerðu upp kofa í sóttkví

Arna Petra er hér að mála kofann en hún gerði …
Arna Petra er hér að mála kofann en hún gerði hann upp í sóttkví ásamt kærasta sínum Tómasi Inga. Ljósmynd/Aðsend

Kær­ustuparið Arna Petra Sverr­is­dótt­ir, nýr blogg­ari á Trend­net, og Tóm­as Ingi Gunn­ars­son flugnemi, komu til lands­ins þann 7. apríl frá Svíþjóð þar sem þau búa. Arna Petra og Tóm­as Ingi fóru í sótt­kví við heim­kom­una og ákváðu að nýta tím­ann í að gera eitt­hvað upp­byggi­legt en þau gerðu upp lít­inn kofa sem stend­ur á sum­ar­bú­staðarlóð í Hval­f­irði. 

Arna Petra seg­ir að þau hafi ákveðið að koma heim þar sem þau gátu ekki hugsað sér að vera í burtu frá fjöl­skyld­unni vit­andi það að hluti henn­ar væri las­in og með veiruna. Þau voru einnig óviss um hvenær þau kæm­ust heim næst en Arna Petra seg­ir að á þeim tíma sem þau voru að panta flug var þeirra flug það síðasta á áætl­un. 

„Tóm­asi hef­ur alltaf langað til að gera upp þenn­an kofa sem hann byrjaði á þegar hann var sjö ára. Um leið og við viss­um að við vær­um að fara að hanga í bú­staðnum í tvær vik­ur þá var þetta til­valið tæki­færi til að henda okk­ur í þetta skemmti­lega verk­efni,“ seg­ir Arna Petra um hvernig hug­mynd­in kviknaði. 

Tómas Ingi og Arna Petra þegar kofinn var ekki tilbúinn.
Tóm­as Ingi og Arna Petra þegar kof­inn var ekki til­bú­inn. Ljós­mynd/​Aðsend

Mikið verk beið þeirra en Arna Petra seg­ir kof­ann hafa verið eins og hrár pappa­kassi. Þau gerðu kof­ann vatns- og vind­held­an og þurftu því meðal ann­ars að setja gler í glugg­ann og klæða hann að inn­an. Þau létu þar ekki staðar numið. Þau máluðu og inn­réttuðu kof­ann og gerðu hann að nota­legu af­drepi í sveit­inni.  Arna Petra seg­ir að nú sé meðal ann­ars hægt að fá sér kaffi, setj­ast niður og lesa og ein­fald­lega slaka á. 

Mikið þurfti að gera við kofann.
Mikið þurfti að gera við kof­ann. Ljós­mynd/​Aðsend
Arna Petra og Tómas Ingi máluðu kofann.
Arna Petra og Tóm­as Ingi máluðu kof­ann. Ljós­mynd/​Aðsend

Hjálpaði það ykk­ur í sótt­kví að vera með eitt­hvað verk­efni til þess að vinn að?

„Já, það var svo gam­an að hafa eitt­hvað skemmti­legt að gera þó það hafi nú einnig verið gott að hvíla sig og slaka á. Tóm­as er til dæm­is mjög hress og orku­mik­ill og var það mög mik­il­vægt fyr­ir hann að hafa eitt­hvað verk­efni til að vinna að enda var hann vaknaður fyr­ir all­ar ald­ir á morgn­ana. Við vor­um með ákveðinn tím­aramma og var það mjög mik­il­vægt að ná að klára kof­ann áður en fjöl­skyld­an kom eft­ir að við kláruðum sótt­kví. Það tókst og all­ir dáðust af kof­an­um fagra.“

Arna Petra gerði þetta listaverk til þess að minna þau …
Arna Petra gerði þetta lista­verk til þess að minna þau Tóm­as á tím­ann sem þau áttu sam­an í sótt­kví. Ljós­mynd/​Aðsend
Tómas og Arna í krúttlega kofanum sem er nú mjög …
Tóm­as og Arna í krútt­lega kof­an­um sem er nú mjög nota­leg­ur. Ljós­mynd/​Aðsend

Í spil­ar­an­um hér að neðan má sjá mynd­band frá ferl­inu sem Arna Petra klippti og birti á YouTu­be. 



Arna Petra með hamarinn að vopni.
Arna Petra með ham­ar­inn að vopni. Ljós­mynd/​Aðsend
mbl.is

Stönd­um sam­an

Við hjá Árvakri vilj­um vekja at­hygli á því sem vel er gert á þess­um erfiðu tím­um. Ef þú ert með góða sögu af fyr­ir­tækj­um og ein­stak­ling­um sem eru að gera gott, sendu okk­ur ábend­ingu á net­fangið stond­um­sam­an@mbl.is.

Stöndum saman