Óstöðvandi púsldrottning í kófi

Ninna var að leggja lokahönd á tólfta púslið þegar ljósmyndara …
Ninna var að leggja lokahönd á tólfta púslið þegar ljósmyndara bar að garði. Hún er ekki lengi að því sem lítið er. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Mér hef­ur alltaf þótt gam­an að púsla. Ég hef púslað mjög mikið um æv­ina, svo það var kær­komið að hafa svona mik­inn tíma til að sinna þessu áhuga­máli nú á veiru­tím­um,“ seg­ir Jón­ína Björg Grét­ars­dótt­ir, eða Ninna eins og hún er alltaf kölluð, sem gerði sér lítið fyr­ir og púslaði ell­efu risa­stór púsl í apr­íl­mánuði ein­um.

„Ég er langt kom­in með tólfta púslið. Þetta voru allt þúsund bita púsl, nema eitt sem var fimm hundruð bita. Mér reikn­ast þá til að ég hafi hand­leikið og raðað tólf þúsund og fimm hundruð púsl­bit­um í þess­ari covid-tíð,“ seg­ir Ninna og hlær.

„Og nóg er eft­ir, ég er ekk­ert hætt að púsla. Ég held ég eigi tíu púslpakka í viðbót sem ég get dregið fram, þetta eru fleiri en tutt­ugu púsl í það heila sem ég á til í geymsl­um mín­um.“

Sit­ur við þegar hún er á annað borð byrjuð

Þegar Ninna er spurð hvað sé svona frá­bært við að púsla seg­ir hún það fyrst og fremst vera ró­andi.

„Þetta er líka spenn­andi, því öll mín púsl eru þannig að ég hef enga fyr­ir­mynd til hliðsjón­ar þegar ég byrja að púsla. Allt eru þetta púsl þar sem mynd­in sem á að púsla er af ein­hverju sem fólkið á mynd­inni á kass­an­um horf­ir á. Púsl­ar­inn hef­ur því ekki hug­mynd um hvað það er. Maður verður bara að byrja ein­hvers staðar og svo kem­ur í ljós hvaða mynd þetta er. Mér finnst það gera þetta enn skemmti­legra, erfiðara og meira spenn­andi,“ seg­ir Ninna og bæt­ir við að hún púsli líka í tölv­unni.

„Ég fæ seint nóg af því að púsla.“

Þegar Ninna er spurð hversu lengi hún sé að púsla þúsund bita púsl seg­ist hún oft­ast byrja á nýju púsli seinnipart dags og sé yf­ir­leitt langt kom­in með það þegar hún fer að sofa.

„Ég sit nokkuð við þetta ef ég er á annað borð byrjuð. Þegar ég hef lokið við púsl rugla ég því jafn­h­arðan aft­ur og pakka ofan í kassa, ég hef ekk­ert pláss til að láta þetta standa.“

Fór í fýlu í þrjú ár út í peys­una

En Ninna læt­ur ekki duga að púsla af mikl­um móð, hún hef­ur líka nýtt heima­vist í covid-tíð til að grípa í prjóna.

Peysan sem Ninna fór í fýlu út í.
Peys­an sem Ninna fór í fýlu út í. Ljós­mynd/​Aðsend

„Ég hef dregið upp ým­is­legt óklárað sem ég veit af inni í skáp­um hjá mér, til dæm­is lopa­peysu sem ég fór í fýlu út í fyr­ir þrem­ur árum af því mér gekk svo illa með hett­una á henni. Ég henti henni bara inn í skáp þar sem hún hef­ur fengið að dúsa all­an þenn­an tíma. Mér tókst að klára hana um dag­inn. Ég lauk líka við litla barnapeysu og nýtti garnafganga til að prjóna húf­ur á barna­börn­in. Það er hægt að nýta tím­ann á svo marg­an hátt, ég kýs að gera það svona. Auðvitað för­um við líka í göngu­túra til að passa upp á hreyf­ing­una og tök­um enda­laust til heima hjá okk­ur,“ seg­ir Ninna sem lenti í því líkt og marg­ir að starfs­hlut­fall henn­ar var minnkað niður í 25 pró­sent þegar covid-inni­lok­un skall á.

„Ég fer til vinnu tvisvar í viku eft­ir há­degi og einn dag fyr­ir há­degi, í þrjá tíma í senn,“ seg­ir Ninna sem starfar hjá heild­sölu.

Árin 25 á Möðru­völl­um voru góð

Ninna og maður henn­ar Þórodd­ur Sveins­son fluttu til höfuðborg­ar­inn­ar fyr­ir fjór­um árum, en þau höfðu þá búið í 25 ár á Möðru­völl­um í Hörgár­dal.

Ninna prjónaði þessa peysu á veirutímum.
Ninna prjónaði þessa peysu á veiru­tím­um. Ljós­mynd/​Aðsend

„Flutn­ing­arn­ir komu til af því að Þórodd­ur var flutt­ur til í starfi, hann er lektor við Land­búnaðar­há­skóla Íslands og var til­rauna­stjóri á til­rauna­bú­inu á Möðru­völl­um. Við erum bæði fædd og upp­al­in í Reykja­vík, svo það er ekk­ert nýtt fyr­ir okk­ur að búa í höfuðborg­inni, en vissu­lega eru þetta viðbrigði, allt orðið stærra og um­ferðin þyngri en þegar við vor­um yngri. Við för­um auðvitað oft norður, við hefðum til dæm­is verið fyr­ir norðan um liðna helgi, ef ekki væri fyr­ir veiruna, því barna­barnið okk­ar sem býr fyr­ir norðan á fjög­urra ára af­mæli. Erfiðust finnst okk­ur þessi ein­angr­un frá öll­um sem okk­ur þykir vænt um.“

Flottar húfur á barnabörnin.
Flott­ar húf­ur á barna­börn­in. Ljós­mynd/​Aðsend

Viðtalið birt­ist fyrst í Morg­un­blaðinu 7. maí. 

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Stönd­um sam­an

Við hjá Árvakri vilj­um vekja at­hygli á því sem vel er gert á þess­um erfiðu tím­um. Ef þú ert með góða sögu af fyr­ir­tækj­um og ein­stak­ling­um sem eru að gera gott, sendu okk­ur ábend­ingu á net­fangið stond­um­sam­an@mbl.is.

Stöndum saman