Vilja gefa eftir 25% í kjörum

Jón Þór Þorvaldsson er formaður Félags íslenskra atvinnuflugmanna.
Jón Þór Þorvaldsson er formaður Félags íslenskra atvinnuflugmanna. mbl.is/Hari

Fé­lag ís­lenskra at­vinnuflug­manna hef­ur boðið samn­inga­nefnd Icelanda­ir til­boð um nýj­an kjara­samn­ing við flug­menn sem fel­ur í sér 25% hagræðingu og kostnaðar­lækk­un fyr­ir fé­lagið, ef marka má orð Jóns Þórs Þor­valds­son­ar, for­manns FÍA.

„Það eru rúm 25% sem við erum til­bún­ir að gefa eft­ir í okk­ar kjör­um, sem lýt­ur að laun­um, or­lofi, helg­ar­fríi og aukn­um vinnu­tíma,“ seg­ir Jón Þór í sam­tali við mbl.is.

Sam­kvæmt til­lögu að samn­ingi sem flug­menn hafa lagt fram við samn­inga­nefnd­ina munu laun flug­manna lækka og þeir vinna meira. Jón set­ur til­lög­urn­ar í sam­hengi við lífs­kjara­samn­ing­inn en tek­ur fram að til­lög­urn­ar núna eru til­lög­ur til fram­búðar, en ekki tíma­bund­in launa­lækk­un.

Skref í átt að því að geta fengið lán frá rík­inu

Aðgerðir sem þess­ar eru liður í að auka sam­keppn­is­hæfni fé­lags­ins svo að hlut­haf­ar séu lík­legri til þess að vilja fjár­festa í því til framtíðar. Það er lík­legra ef hár launa­kostnaður er fjár­fest­um ekki þyrn­ir í aug­um. Komið hef­ur fram að til þess að Icelanda­ir fái lán frá ís­lensk­um stjórn­völd­um þurfi það að sýna að hlut­haf­ar hafi trú á því með hluta­fjáraukn­ingu.

„Við ger­um okk­ur fulla grein fyr­ir því að þetta fé­lag þarf að vera sam­keppn­is­hæft á markaði. Við erum það núna en við vilj­um vera það áfram og að það verði ein­fald­lega bara erfitt að keppa við okk­ur,“ seg­ir Jón Þór.

Hann hef­ur trú á að þess­ir nýju samn­ing­ar muni auka trú hlut­hafa á fé­lag­inu. Sag­an geri það líka, en Jón seg­ir skemmst að minn­ast þess þegar Fram­taks­sjóður Íslands kom með hluta­fé inn í fyr­ir­tækið eft­ir banka­hrunið 2008 og að það fjár­magn hafi síðan ávaxt­ast um 314% á um þrem­ur og hálfu ári. Þessu til viðbót­ar sé það til marks um traustið sem fyr­ir­tækið nýt­ur að DB Schen­ker sé að nýta þjón­ustu þess í frakt­flutn­ing­um nú um mund­ir.

Sú litla starfsemi sem er stunduð á vegum Icelandair þessa …
Sú litla starf­semi sem er stunduð á veg­um Icelanda­ir þessa stund­ina felst meðal ann­ars í flutn­ing­um fyr­ir DB Schen­ker.

Þarf að liggja fyr­ir í tæka tíð fyr­ir hlut­hafa­fund 22. maí

Ljóst er að Icelanda­ir er að leit­ast mjög við að lækka launa­kostnað til þess að sýna hlut­höf­um að rekstr­armód­elið sé arðbært til framtíðar. Í dag kom fram að fé­lagið er að fara kjara­skerðing­ar á leit við flug­freyj­ur, en enn á eft­ir að koma í ljós hvort það gangi eft­ir.

Fyr­ir sitt leyti er Jón bjart­sýnn um að Icelanda­ir gangi að til­lög­um flug­manna um um­rædda skerðingu. „Mér fynd­ist það skrýtið ef það yrði ekki gert,“ seg­ir hann. Samn­ing­arn­ir þurfa að liggja fyr­ir fyr­ir 22. maí, en þá er hlut­hafa­fund­ur hjá fé­lag­inu, þar sem end­ur­fjármögn­un fé­lags­ins verður efst á baugi.

Gild­andi kjara­samn­ing­ur Icelanda­ir við flug­menn ætti að gilda út sept­em­ber og und­ir eðli­leg­um kring­um­stæðum væri vit­an­lega ekki verið að semja um nýj­an núna. Staðan kall­ar þó aug­ljós­lega á það. Löngu fyr­ir heims­far­ald­ur var fé­lagið farið að leita hagræðing­ar­leiða til að auka sam­keppn­is­hæfni þess við önn­ur fé­lög á sama markaði. Þörf­in er síst orðin minni.

mbl.is