40 milljarða ríkisábyrgð

Um­fang ábyrgðar rík­is­sjóðs á stuðningslán­um til fyr­ir­tækja sem orðið hafa fyr­ir tíma­bundnu tekju­falli sök­um áhrifa og út­breiðslu kór­ónu­veirunn­ar gæti numið 40 millj­örðum króna að mati mat fjár­mála- og efna­hags­ráðuneyt­is­ins.

Til­laga um breyt­ing­ar á frum­varpi til fjár­stuðnings minni fyr­ir­tækja var af­greidd í efna­hags- og viðskipta­nefnd um helg­ina. Ágæt samstaða var um málið að sögn Óla Björns Kára­son­ar, for­manns nefnd­ar­inn­ar. Ráðgera má að breytt frum­varp verði tekið fyr­ir á Alþingi á þriðju­dag, að því er fram kem­ur í um­fjöll­un um þessi mál í Morg­un­blaðinu í dag.

Nýtt frum­varp fel­ur í sér um­tals­verðar breyt­ing­ar en upp­haf­lega var gert ráð fyr­ir 100% rík­is­ábyrgð á að há­marki sex millj­ón króna stuðningslán­um til fyr­ir­tækja. Verði frum­varpið samþykkt með breyt­ing­um verður há­marks­láns­fjár­hæðin tíu millj­ón­ir króna með 100% rík­is­ábyrgð auk þess sem 85% rík­is­ábyrgð verður á lán­um á bil­inu 10-40 millj­ón­ir króna.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur: