Gæslan skaut á ísjaka

Skjáskot/Landhelgisgæslan

Áhöfnin á varðskipinu Tý hélt æfingu við ísröndina norðvestur af Vestfjörðum á föstudag, þegar hún hleypti af fallbyssu á skipinu og skaut í átt að ísjaka sem notaður var sem skotmark.

Alls var 64 skotum skotið í átt að jakanum.

Á Facebook-síðu Landhelgisgæslunnar segir að svo virðist sem æfingin hafi gengið einstaklega vel. Ekki skemmdi þá fyrir að veðrið var með besta móti.

Guðmundur St. Valdimarsson bátsmaður tók upp meðfylgjandi myndskeið.

mbl.is