Hlutabréf Icelandair hafa lækkað um rúm 11% í dag og voru síðustu viðskipti með félagið á genginu 1,6%. Lægst hafa bréf félagsins farið í 1,41 það sem af er degi.
Tæplega átta milljóna króna viðskipti hafa verið bréf Icelandair í dag. Undanfarið ár hefur verð hlutabréfa Icelandair í lok dags lægst farið í 1,40 en hæst 11,2. Á einu ári hafa hlutabréf Icelandair lækkað um 84,67% og undanfarinn mánuð um tæp 53%.