Hlutabréf Icelandair hafa lækkað um 11%

Hluta­bréf Icelanda­ir hafa lækkað um rúm 11% í dag og voru síðustu viðskipti með fé­lagið á geng­inu 1,6%. Lægst hafa bréf fé­lags­ins farið í 1,41 það sem af er degi.

Tæp­lega átta millj­óna króna viðskipti hafa verið bréf Icelanda­ir í dag. Und­an­farið ár hef­ur verð hluta­bréfa Icelanda­ir í lok dags lægst farið í 1,40 en hæst 11,2. Á einu ári hafa hluta­bréf Icelanda­ir lækkað um 84,67% og und­an­far­inn mánuð um tæp 53%.

mbl.is