Óðinn sigldi á ný

00:00
00:00

Varðskipið Óðinn sigldi út úr Reykja­vík­ur­höfn í fyrsta skipti í meira en ára­tug í dag þegar prufað var að ræsa vél­ar þess að nýju. Sjálf­boðaliðar hafa lagt mikla vinnu á sig að und­an­förnu til að koma skip­inu í gang að nýju en Óðinn var fyrst tek­inn í notk­un fyr­ir sex­tíu árum.

Guðmund­ur Hall­v­arðsson er formaður Holl­vina­sam­taka Óðins. Fé­lags­skap­ur­inn náði á sín­um tíma að koma í veg fyr­ir að skip­inu yrði fargað en það gegndi lyk­il­hlut­verki í þorska­stríðunum á sín­um tíma og lenti til að mynda tíu sinn­um í árekstri við bresk­ar freigát­ur og drátt­ar­báta. Meira en þrjá­tíu sinn­um var það notað til að klippa á troll breskra tog­ara þegar Íslend­ing­ar börðust fyr­ir yf­ir­ráðum yfir land­helgi sinni. Þá eru ótal­in björg­un­ar­störf­in sem Óðinn tók þátt í.

Mikil vinna hefur farið fram í vélarrými Óðins á síðastliðnum …
Mik­il vinna hef­ur farið fram í vél­ar­rými Óðins á síðastliðnum fimm árum. mbl.is/​Krist­inn Magnús­son

Fyr­ir fimm árum var byrjað á því að stand­setja vél­ar Óðins, sem munu ekki hafa verið ræst­ar frá ár­inu 2005. Þá voru tveir vél­virkj­ar sem unnu að verk­inu en síðan hafa fleiri bæst í hóp­inn og nú hafa 11 manns skipst á um að gera það mögu­legt að Óðinn sigli fyr­ir eig­in vélarafli að nýju.

Í mynd­skeiðinu er rætt við Guðmund og sjá má þegar skipið er dregið út úr höfn­inni en nauðsyn­legt var að ræsa vél­arn­ar þegar út úr höfn­inni var komið og gekk það vel að sögn Guðmund­ar.

mbl.is