Staðan orðin grafalvarleg

Icelandair.
Icelandair.

Til að forða Icelanda­ir frá gjaldþroti verða flug­freyj­ur og flug­menn fé­lags­ins að taka á sig launa­lækk­un á bil­inu 50-60%. Þá verður nýr kjara­samn­ing­ur að gilda til fimm ára og vera auk þess upp­segj­an­leg­ur að hálfu Icelanda­ir að samn­ings­tíma lokn­um.

Þetta seg­ir ráðgjafi eins af stóru hlut­höf­um Icelanda­ir í Morg­un­blaðinu í dag. Að hans sögn er ekk­ert annað í stöðunni en að setja fé­lagið í þrot og hefja end­ur­reisn á nýrri kenni­tölu ná­ist ekki samn­ing­ar þar sem skera tekst niður ein­ing­ar­kostnað um fram­an­greind­ar pró­sentu­töl­ur.

Að auki þurfi að fjar­lægja fjölda annarra tak­mark­andi atriði úr samn­ing­un­um. Þá verði stjórn­end­ur Icelanda­ir að gera starfs­mönn­um fyr­ir­tæk­is­ins grein fyr­ir al­var­leika stöðunn­ar. Það sé ein­ung­is hægt með því að sýna að þeir séu reiðubún­ir að setja fé­lagið í þrot. Lít­il­leg­ar skerðing­ar muni jafn­framt engu skipta fyr­ir fé­lagið, sem nú standi frammi fyr­ir því að safna fjár­hæð er nemi um þreföldu markaðsvirði þess.

Sam­kvæmt upp­lýs­ing­um frá for­svars­mönn­um hlut­hafa sem Morg­un­blaðið hef­ur rætt við er hugs­an­legt að vænt­an­legt hluta­fjárút­boð Icelanda­ir geti tekið breyt­ing­um. Ekki sé hægt að úti­loka að fé­lagið muni þess í stað reyna að safna fjár­magni með út­gáfu breyt­an­legra skulda­bréfa, en með því er fjár­fest­um veitt trygg­ing af ein­hverju tagi gegn því að leggja fé­lag­inu til fé.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina