Tilmæli vegna sótmengunar

Lagarfoss á siglingu til Sundarhafnar
Lagarfoss á siglingu til Sundarhafnar mbl.is/Árni Sæberg

Rann­sókn­ar­nefnd sam­göngu­slysa, sjó­slysa­svið, hef­ur beint því til yf­ir­valda hvort ekki sé ástæða til að banna op­inn vot­hreinsi­búnað við strend­ur lands­ins eins og sum lönd og/​eða hafn­ir hafi gert.

Fram kem­ur í skýrslu um at­vik á síðasta ári að þessi búnaður hafi víða verið bannaður af um­hverf­is­sjón­ar­miðum og þurfi skip því að skipta yfir á vist­vænna eldsneyti áður en siglt er til þess­ara staða.

Þetta kem­ur fram í loka­skýrslu nefnd­ar­inn­ar í kjöl­far þess að 15. ág­úst í fyrra kom sót­meng­un í höfn­ina í Vest­manna­eyj­um frá Lag­ar­fossi úr svo­kölluðum vot­hreinsi­búnaði. Hann hafði verið sett­ur í skipið mánuði áður til hreins­un­ar á afgasi frá aðal­vél vegna svartolíu­brennslu.

Rakið er í skýrsl­unni að regl­ur hafi verið hert­ar um brenni­steins­inni­hald í skipa­eldsneyti. Frá 2015 er leyfi­legt brenni­steins­inni­hald í skipa­eldsneyti inn­an land­helgi Íslands 0,1%, en há­markið var áður 3,5%.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur: