Ef sveitarfélögin þurfa 50 ma. þarf ríkið 300

Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra.
Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Vinna er haf­in við að greina stöðu sveit­ar­fé­laga vegna kór­ónu­veirufar­ald­urs­ins. Þetta seg­ir Bjarni Bene­dikts­son fjár­málaráðherra. Al­dís Haf­steins­dótt­ir, formaður Sam­bands ís­lenskra sveit­ar­fé­laga, sagði í frétt­um Rík­is­út­varps­ins í gær að sveit­ar­fé­lög­in í land­inu þyrftu um 40-60 millj­arða króna vegna auk­inna út­gjalda og tekju­skerðing­ar af völd­um veirunn­ar.

Spurður út í þessi um­mæli seg­ir Bjarni: „Ef sveit­ar­fé­lög­in þurfa 40-50 millj­arða þá get ég sagt að ríkið þarf ekki minna en 300 millj­arða. Svo geta þess­ir aðilar talað sam­an um hvor eigi að bæta við sig.“ Ekki er sum­sé að heyra á ráðherra að til standi að ríkið taki á sig all­an þann kostnað.

Í viðtal­inu sagðist Al­dís einnig telja nauðsyn­legt að ráðist yrði í sér­tæk­ar aðgerðir í þeim sveit­ar­fé­lög­um þar sem at­vinnu­leysi er mest. Aðgerðir rík­is­stjórn­ar­inn­ar hafa hingað til verið al­menn­ar og ekki verið stutt við eitt svæði um­fram önn­ur. Bjarni seg­ir þó að úrræðin sem gripið hef­ur verið til séu óbeint mik­il­væg­ur stuðning­ur við þau svæði sem verst hafi orðið úti. Nefn­ir hann í því skyni hlutastar­fa­leiðina og aðgerðir sem snúa að ferðaþjón­ustu.

Spurður út í frek­ari aðgerðir seg­ir hann að fjár­mun­ir hafi sér­stak­lega verið tekn­ir frá fyr­ir Suður­nes. Um 25 pró­sent fólks á vinnu­markaði á Suður­nesj­um þiggja at­vinnu­leys­is­bæt­ur, þar af eru 14,4% á hluta­bót­um en rúm 10% án at­vinnu.

„Það er ekki komið að því að við skoðum nán­ar sér­stak­lega þau svæði á lands­byggðinni sem hafa orðið illa úti,“ seg­ir Bjarni. „En við vit­um að á stöðum eins og Vík í Mýr­dal er at­vinnu­leysi að nálg­ast 50%, sem er gríðarlega al­var­leg staða.“

mbl.is