„Við munum fara hægt af stað“

Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir og Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir á blaðamannafundi …
Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir og Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir á blaðamannafundi ríkisstjórnarinnar í dag. mbl.is/Kristinn Magnússon

Ytri aðstæður munu hafa áhrif á fjölda ferðamanna hér á landi í sum­ar. Íslend­ing­ar verða áfram hvatt­ir til þess að ferðast inn­an­lands, enda er ljóst að af­kasta­geta ís­lenskra ferðaþjón­ustu­fyr­ir­tækja verður ekki nýtt að fullu af er­lend­um ferðamönn­um, seg­ir Þór­dís Kol­brún Reyk­fjörð Gylfa­dótt­ir, ferðamála- og ný­sköp­un­ar­ráðherra. 

Rík­is­stjórn­in ákvað í morg­un að stefna að því að eigi síðar en 15. júní geti þeir sem koma til lands­ins farið í skimun fyr­ir kór­ónu­veirunni á Kefla­vík­ur­flug­velli. Reyn­ist sýna­taka nei­kvæð þarf viðkom­andi þá ekki að fara í 2 vikna sótt­kví. Þá er einnig gert ráð fyr­ir að ný­leg vott­orð um sýna­töku er­lend­is verði einnig tek­in til greina meti sótt­varna­lækn­ir þau áreiðan­leg. 

Þór­dís Kol­brún seg­ist vona að þessi ákvörðun skýri stöðu ferðaþjón­ustu­fyr­ir­tækja bet­ur. Það sé þó ljóst að sum­arið muni fara hægt af stað í ferðaþjón­ust­unni. 

„Ég held að við mun­um fara frek­ar hægt af stað. Þrátt fyr­ir að við séum núna að miða við 15. júní eig­um við eft­ir að sjá hversu hratt önn­ur lönd og íbú­ar þeirra taka við sér,“ seg­ir Þór­dís.

„Það á ör­ugg­lega margt eft­ir að ger­ast þangað til, hvernig veir­an mun þró­ast og hvaða ákv­arðanir önn­ur lönd taka. Það skipt­ir auðvitað mjög miklu máli að vera kom­in með þessa dag­setn­ingu svo at­vinnu­grein­in geti miðað við hana og gert áætlan­ir. Síðan verðum við að sjá hvernig þess­ar ytri aðstæður, hvaða áhrif þær hafa hér.“

Þór­dís Kol­brún seg­ir að Íslend­ing­ar verði áfram hvatt­ir til þess að ferðast inn­an­lands í sum­ar. 

„Sum­arið verður auðvitað þannig að ferðamenn munu ekki nýta þessa af­kasta­getu sem er inn­an grein­ar­inn­ar. Von­andi munu Íslend­ing­ar nýta sum­arið og þenn­an skrítna tíma til að skoða og njóta lands­ins. Við vit­um líka að ferðir til út­landa verða í miklu minni mæli, þannig að þau plön eru al­veg á áætl­un.“

Þór­dís seg­ist gera ráð fyr­ir því að fyr­ir­tæki í ferðaþjón­ust­unni muni áfram nýta sér úrræði stjórn­valda. 

„Við vit­um ekki al­veg hvaða fyr­ir­tæki munu til að mynda hafa opið í sum­ar. Það er auðvitað erfitt að gera áætlan­ir inn í sum­arið, jafn­vel þó að við höf­um tekið þessa ákvörðun um opn­un 15. júní, vegna þess að það er eng­in leið að vita hversu marg­ir komi hingað. Síðan eru fyr­ir­tæki auðvitað í mis­mun­andi stöðu, og sum kannski í þannig aðstæðum að það sé allt gert til að nýta þau úrræði sem við höf­um verið að vinna að.“

Þá seg­ir Þór­dís að koma verði í ljós hvernig staða flug­sam­gangna verður í sum­ar, en mikið hef­ur verið rætt um stöðu Icelanda­ir að und­an­förnu. 

„Við þurf­um að taka stöðuna á því. Auðvitað geta svona frétt­ir haft áhrif á flug­fé­lög. Svo er auðvitað ofboðsleg­ur fjöldi flug­fé­laga í erfiðri stöðu rekstr­ar­lega svo við vit­um ekki hvernig það þró­ast held­ur.“ 

mbl.is