2,2 milljarðar í 3.400 sumarstörf

Lilja Al­freðsdótt­ir menntamálaráðherra á kynningarfundinum í dag.
Lilja Al­freðsdótt­ir menntamálaráðherra á kynningarfundinum í dag. mbl.is/Kristinn Magnússon

Stjórn­völd munu verja 2,2 millj­örðum króna í að fjölga tíma­bundn­um störf­um fyr­ir náms­menn. Komi í ljós að sá fjöldi sum­arstarfa sem skapaður verður nái ekki til nægi­lega marga náms­manna verður leitað leiða til að skapa fleiri störf, eða tryggja aðrar leiðir til fram­færslu. 

Lilja Al­freðsdótt­ir mennta­málaráðherra og Ásmund­ur Ein­ar Daðason fé­lags- og barna­málaráðherra kynntu í dag vinnu­markaðsúr­ræði fyr­ir náms­menn. 

Átakið er unnið í sam­vinnu við stofn­an­ir rík­is­ins og sveit­ar­fé­lög og miðað verður við ráðning­ar­tíma­bilið 1. júní til 31. ág­úst. 

Kröf­ur stúd­enta til at­vinnu­leys­is­bóta í sum­ar hafa verið há­vær­ar að und­an­förnu, en Lilja og Ásmund­ur hafa bæði sagt að áhersl­an verði lögð á að skapa störf og aðrar leiðir sem feli í sér virkni áður en aðrar leiðir til að tryggja fram­færslu verði kynnt­ar. 

Á kynn­ing­ar­fund­in­um í dag kom fram að 300 millj­ón­ir króna verði sett­ar í sum­ar­nám í fram­halds­skól­um og 500 millj­ón­ir í sum­ar­nám í há­skól­um, þar af 250 til Há­skóla Íslands. Boðið verður upp á greiðslu­dreif­ingu á skrá­setn­ing­ar­gjöld­um í op­in­ber­um há­skól­um. Þá verður mik­il inn­spýt­ing í vís­inda,- ný­sköp­un­ar- og rann­sókn­ar­verk­efni, meðal ann­ars 400 millj­óna viðbótar­fram­lag í Ný­sköp­un­ar­sjóð náms­manna. 

Lilja hrósaði LÍN á fund­in­um í dag og sagði sjóðinn hafa brugðist hratt og greiðlega við breytt­um aðstæðum. Ein­ing­ar drag­ast nú ekki frá ein­inga­rétti né þurfa að til­heyra fastri náms­braut náms­manns­ins, en Lilja seg­ir þetta skipta sköp­um fyr­ir næsta haust. 

Þá minnt­ist Lilja einnig á Mennta­sjóð náms­manna, en frum­varp um sjóðinn er nú til um­fjöll­un­ar á Alþingi. Lilja seg­ir að um sé að ræða stóra kerf­is­breyt­ingu sem komi til með að bæta hag náms­manna til fram­búðar. 

3.400 störf í fyrstu lotu

Í máli Ásmund­ar Ein­ars kom fram að ljóst er að náms­menn hafi skerta mögu­leika til að afla sér tekna á kom­andi sumri. Ásmund­ur tel­ur það skyn­sam­legt að verja fjár­mun­um í að skapa störf fyr­ir náms­menn. Þau skili sér í reynslu og virkni, auk þess að skila verðmæt­um til hag­kerf­is­ins. 

Mark­miðið er við að til verði 3.400 störf í fyrstu lotu fyr­ir náms­menn 18 ára og eldri. Ef í ljós komi að þessi fjöldi starfa sé ekki nægi­leg­ur, verði skoðað að auka fjár­magn í annaðhvort fleiri sum­arstörf eða aðrar leiðir til að tryggja fram­færslu náms­manna. Þegar hef­ur fjár­magni verið út­hlutað til sveita­fé­laga vegna 1.700 starfa. Flest eru á höfuðborg­ar­svæðinu, alls 809. Þá séu stofn­an­ir rík­is­ins að skila inn til­lög­um að störf­um, en þegar hafa um­rædd­ar stofn­an­ir skilað inn 1.700 störf­um til viðbót­ar þeim störf­um sem sveit­ar­fé­lög bjóða upp á. 

Um mánaðamót mun að sögn Ásmund­ar liggja fyr­ir hversu marg­ir náms­menn hafi sótt um sum­arstörf hjá sveit­ar­fé­lög­um og hinu op­in­bera. Í fram­haldi af því verður metið hve mörg störf þurfi til viðbót­ar og brugðist við í sam­ræmi við það. 

mbl.is