Gefa heilbrigðisstarfsfólki flugferðir

Qatar Airways sendir þakkir til heilbrigðisstarfsfólks.
Qatar Airways sendir þakkir til heilbrigðisstarfsfólks. AFP

Flug­fé­lagið Qat­ar Airways þakk­ar heil­brigðis­starfs­fólki fyr­ir fram­lag sitt í bar­átt­unni gegn kór­ónu­veirunni með 100 þúsund frí­um flug­miðum. 

Í færslu á vef flug­fé­lags­ins sem birt var í gær, 12. maí, kem­ur fram að heil­brigðis­starfs­fólk geti sótt um allt að tvær frí­ar flug­ferðir með flug­fé­lag­inu fyr­ir sig og eina mann­eskju í viðbót. 

Þar að auki býður flug­fé­lagið heil­brigðis­starfs­fólki upp á 35 pró­senta af­slátt í frí­höfn sinni í Hamad In­ternati­onal Airport í Doha í Kat­ar.

Í færsl­unni seg­ir að heil­brigðis­starfs­fólk þurfi að skila inn um­sókn fyr­ir miðnætti 18. maí. Flug­fé­lagið mun gefa ákveðnum fjölda heil­brigðis­starfs­manna í hverju landi kóða dag­lega. 

Qat­ar Airways hef­ur flogið til 30 áfangastaða meðan kór­ónu­veiru­heims­far­ald­ur­inn hef­ur geisað og hyggst stækka áætl­un sína í lok maí og bæta við rúm­lega 50 áfanga­stöðum. Í byrj­un júní er gert ráð fyr­ir að flug­fé­lagið fljúgi til rúm­lega 80 áfangastaða.

Qatar Airways hefur haldið áfram að fljúga til 30 áfangastaða …
Qat­ar Airways hef­ur haldið áfram að fljúga til 30 áfangastaða á meðan heims­far­ald­ur­inn geis­ar. AFP
mbl.is

Stönd­um sam­an

Við hjá Árvakri vilj­um vekja at­hygli á því sem vel er gert á þess­um erfiðu tím­um. Ef þú ert með góða sögu af fyr­ir­tækj­um og ein­stak­ling­um sem eru að gera gott, sendu okk­ur ábend­ingu á net­fangið stond­um­sam­an@mbl.is.

Stöndum saman