Norðmenn framlengja launalaust leyfi

Erna Solberg, forsætisráðherra Noregs.
Erna Solberg, forsætisráðherra Noregs. AFP

Norska rík­is­stjórn­in ákvað í dag að fram­lengja tíma­bund­in laga­ákvæði um greiðslu at­vinnu­leys­is­bóta til launa­manna í launa­lausu leyfi út októ­ber­mánuð. Sam­tök at­vinnu­lífs­ins (SA) vekja at­hygli á þessu á vefsíðu sinni. 

Tíma­bilið sem fyr­ir­tækj­um er heim­ilt að hafa starfs­menn í launa­lausu leyfi verður jafn­framt lengt. Norsk stjórn­völd komu á bráðabirgðaákvæði í lög­um 20. mars síðastliðinn sem heim­iluðu greiðslu at­vinnu­leys­is­bóta til launa­manna í launa­lausu leyfi út júní­mánuð og þar var greiðslu­skylda fyr­ir­tæk­is stytt úr fimmtán dög­um í tvo frá dag­setn­ingu til­kynn­ing­ar um tíma­bundið launa­laust leyfi.

Nýj­ustu breyt­ing­arn­ar á lög­un­um eru þær að launa­menn sem hafa nýtt sér 26 vikna rétt til bóta­greiðslna í launa­lausu leyfi að fullu geta samt fengið bæt­ur út októ­ber­mánuð. Þegar launa­lausu leyfi lýk­ur er vinnu­veit­andi skyldug­ur til að greiða starfs­mönn­um sín­um laun að nýju. Breyt­ing­arn­ar eru til­komn­ar vegna þess að aðilar vinnu­markaðar­ins hafa kallað eft­ir þeim, sam­kvæmt SA.

90% „at­vinnu­lausra“ í launa­lausu leyfi

At­vinnu­leysi hef­ur auk­ist mikið í Nor­egi und­an­farið vegna efna­hags­legra áhrifa kór­ónu­veirunn­ar en 90% þeirra sem sótt hafa um at­vinnu­leys­is­bæt­ur eru í launa­lausu leyfi. 40% fyr­ir­tækja með fleiri en 50 starfs­menn hafa nýtt sér úrræðið tíma­bundið.

Norsk­ir kjara­samn­ing­ar kveða á um tíma­bundið launa­laust leyfi starfs­fólks en launa­laust leyfi að hluta er heim­ilt niður í 40% starfs­hlut­fall. Fyr­ir­tækj­um er sömu­leiðis heim­ilt að fella starfs­fólk af launa­skrá í allt að sex mánuði ef þau sýna fram á veru­legt tekju­fall og eru starfs­fólki tryggðar bæt­ur eft­ir að greiðslu­skyldu vinnu­veit­enda lík­ur.

Skylt að mæta aft­ur til vinnu eft­ir leyfið

Starfs­menn í launa­lausu leyfi halda ráðning­ar­sam­bandi við fyr­ir­tæki og eiga þannig rétt á áfram­hald­andi starfi að leyf­inu loknu. Ef áfram­hald­andi starf er ekki í boði að afloknu tíma­bili launa­lauss leyf­is tek­ur upp­sagn­ar­frest­ur við.

Fyr­ir­tækj­um er ein­ung­is heim­ilt að setja starfs­menn í launa­laust leyfi ef aðstæður sem skerða starf­semi þeirra veru­lega eru tíma­bundn­ar. Þau áhrif sem kór­ónu­veir­an hef­ur haft á efna­hag­inn og at­vinnu­lífið falla und­ir slík­ar aðstæður. 

Skil­yrði fyr­ir því að úrræðið sé heim­ilt er að metið sé lík­legt að verk­efna­skort­ur fyr­ir­tæk­is sé ein­göngu tíma­bund­inn. Fyr­ir­tæki verða jafn­framt að sýna fram á lík­ur þess að tekj­ur auk­ist á ný sem tryggi verk­efni og laun fyr­ir starfs­menn­ina sem sett­ir voru í launa­laust leyfi.

Starfs­manni er skylt að mæta aft­ur til vinnu að loknu tíma­bili launa­lauss leyf­is en ef ekki er talið lík­legt að tekj­ur auk­ist að nýju ber fyr­ir­tæk­inu að segja starfs­fólki upp störf­um.

mbl.is