Óboðleg veiðistjórnun að mati Bárunnar

Mikið er deilt um tilhögun grásleppuveiða, en vertíðinni er nú …
Mikið er deilt um tilhögun grásleppuveiða, en vertíðinni er nú lokið eftir að veiðarnar voru bannaðar 3. maí. mbl.is/Sigurður Ægisson

Stjórn smá­báta­fé­lags­ins Bár­unn­ar í Hafnar­f­irði seg­ir nú­ver­andi stjórn­kerfi grá­sleppu­veiða „óboðlegt“ og legg­ur til að komið verði á kvóta­kerfi á grá­sleppu eins og öðrum teg­und­um, að því er seg­ir í álykt­un stjórn­ar sem send hef­ur verið fjöl­miðlum.

Tals­vert hef­ur verið deilt um til­hög­un veiðanna að und­an­förnu og aðferðafræði Haf­rann­sókna­stofn­un­ar er varðar út­gáfu veiðiráðgjaf­ar fyr­ir teg­und­ina.

Þar seg­ir að það sé „ill­ger­legt að stjórna heild­arafla sam­kvæmt ráðgjöf Hafró með sókn­ar­dög­um. Reynsl­an hef­ur sýnt að afli er mjög mis­jafn milli ára.“ Að auki tel­ur stjórn­in það „mjög óhag­kvæmt og með öllu óá­sætt­an­legt“ að grá­sleppu­sjó­menn geti átt von á því að veiðar verði stöðvaðar með litl­um fyr­ir­vara.

Tel­ur stjórn Bár­unn­ar „far­sæl­ast að stjórna grá­sleppu­veiðum með afla­marki eins og hef­ur orðið með aðrar fisk­teg­und­ir við Íslands­strend­ur. Með afla­marki eru lík­ur á að tak­ist að há­marka verðmæti auðlind­ar­inn­ar bet­ur og að aukið hagræði fyr­ir þá sem stunda veiðarn­ar ná­ist.“

Bent er á að alþjóðlega viður­kennd vott­un veiðanna (MSC) sé mjög mik­il­væg og þýðir al­mennt hærra afurðaverð. „Vott­un veiðanna fæst ekki ef veitt er um­fram ráðgjöf Hafró og eða meðafli, fugl­ar og spen­dýr er um­fram viðmið.“

mbl.is