Ráða Íslendinga til markaðsátaksins

Bent er á að auglýsingastofan hafi hafnað í efsta sæti …
Bent er á að auglýsingastofan hafi hafnað í efsta sæti í útboðinu sem hljóðaði upp á 300 milljónir króna og þar sem valnefnd skipuð 13 ólíkum sérfræðingum, auk Ríkiskaupa, völdu á milli fimmtán bjóðenda. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Íslenska aug­lýs­inga­stof­an Peel hyggst ráða önn­ur inn­lend fram­leiðslu­fyr­ir­tæki og fleira vant aug­lýs­inga­fólk til að vinna með sér að markaðsátaki sem ætlað er að laða er­lenda ferðamenn aft­ur til lands­ins.

Þetta kem­ur fram í frétta­til­kynn­ingu frá aug­lýs­inga­stof­unni. Hún varð hlut­skörp­ust í fé­lagi við alþjóðlegu aug­lýs­inga­stof­una M&C Sa­atchi í útboði Íslands­stofu vegna her­ferðar­inn­ar sem á að hefjast um það leyti sem landið verður opnað að nýju.

Bent er á að aug­lýs­inga­stof­an hafi hafnað í efsta sæti í útboðinu sem hljóðaði upp á 300 millj­ón­ir króna og þar sem val­nefnd skipuð 13 ólík­um sér­fræðing­um, auk Rík­is­kaupa, völdu á milli fimmtán bjóðenda.

Flest til­boðin sem bár­ust byggðust á ein­hvers kon­ar sam­starfi inn­lendra og er­lendra aug­lýs­inga­stofa. Peel varð efst í 9 af 11 valþátt­um en aug­lýs­inga­stof­an Pip­ar var núm­er tvö í röðinni og munaði mjóu á þess­um tveim­ur fyr­ir­tækj­um. Matsþætt­irn­ir voru sem áður seg­ir fjöl­marg­ir og tóku meðal ann­ars til­lit til gæða hug­mynda­vinnu, verðs, reynslu og styrk­leika teym­anna,“ seg­ir í til­kynn­ing­unni.

„Ég er sam­mála Guðmundi Páls­syni hjá Pip­ar, sem hef­ur tjáð sig um úr­slit útboðsins í fjöl­miðlum í dag, um að það skipt­ir miklu máli að hafa öfl­ug­an aug­lýs­inga- og markaðsgeira á Íslandi. Sú mikla sam­keppni sem sást í útboðinu er í mín­um huga til vitn­is um hversu öfl­ug­ar og metnaðarfull­ar ís­lensk­ar aug­lýs­inga­stof­ur eru,“ er haft eft­ir Magnúsi Magnús­syni, stofn­anda og fram­kvæmda­stjóra Peel.

Hans sýn er á þá leið að gæðin í ís­lensk­um aug­lýs­inga­geira séu best varðveitt með því að eiga í sam­starfi við fremsta aug­lýs­inga­fólk í heimi. Verk­efnið snúi að því að markaðssetja Ísland í út­lönd­um og til að ná góðum ár­angri þurfi að vinna með fólki sem þekki vel til á þess­um mörkuðum og starfi þar alla daga.

Öll ís­lensk flug­fé­lög hafa til dæm­is í gegn­um árin leitað til er­lendra fyr­ir­tækja varðandi aðstoð við að koma sér á fram­færi við ferðamenn í hverju landi fyr­ir sig,“ er haft eft­ir Magnúsi sem seg­ir að Ísland verði aug­lýst sem áfangastaður í öðrum lönd­um. 

„Stór hluti af fram­leiðslunni mun fara fram hér því þekk­ing­in á land­inu sem við erum að markaðssetja skipt­ir máli. Við ætl­um að ráða til okk­ar fjölda ís­lenskra und­ir­verk­taka á ýms­um sviðum fram­leiðslunn­ar og því munu marg­ir fleiri njóta góðs af verk­efn­inu. Staðreynd­in er líka bara sú að ís­lenskt aug­lýs­inga­fólk er mjög öfl­ugt og fé­lag­ar okk­ar í þessu verk­efni á M&C Sa­atchi hafa nefnt það sér­stak­lega við okk­ur að þeim finn­ist magnað hvað aug­lýs­ing­ar eru í háum gæðaflokki hér, miðað við hvað þetta er fá­mennt sam­fé­lag.“

mbl.is