„Skrítið og svekkjandi“

Guðmundur H. Pálsson, framkvæmdastjóri Pipars\TBWA.
Guðmundur H. Pálsson, framkvæmdastjóri Pipars\TBWA. Ljósmynd/Aðsend

„Þetta var óþægi­lega ná­lægt,“ seg­ir Guðmund­ur Hrafn Páls­son, fram­kvæmda­stjóri Pip­ars/​​TBWA og formaður Sam­bands ís­lenskra aug­lýs­inga­stofa (SÍA). Hann seg­ir ekki sam­ræmi á milli orða og gjörða stjórn­valda en til­laga alþjóðlegu aug­lýs­inga­stof­unn­ar M&C Sa­atchi hlaut hæstu ein­kunn val­nefnd­ar fyr­ir markaðsverk­efnið „Ísland — sam­an í sókn.“

Mun­ur­inn á tveim­ur efstu aug­lýs­inga­stof­um sem sótt­ust eft­ir verk­inu var aðeins 0,82% en Pip­ar/​TBWA hafnaði í öðru sæti. 

Um er að ræða markaðs- og kynn­ing­ar­verk­efni fyr­ir áfangastaðinn Ísland á völd­um er­lend­um mörkuðum í því skyni að styrkja ímynd Íslands, auka eft­ir­spurn og viðhalda sam­keppn­is­stöðu ís­lenskr­ar ferðaþjón­ustu. Alls verður 1.500 millj­ón­um króna varið í verk­efnið en gert er ráð fyr­ir að stærsti hluti þess fari í birt­ing­ar á er­lend­um mörkuðum.

Guðmund­ur seg­ir það vissu­lega vekja at­hygli að M&C Sa­atchi viður­kenndi bók­haldsmis­ferli í lok síðasta árs en breska fjár­mála­eft­ir­litið hef­ur hafið rann­sókn á fyr­ir­tæk­inu.

„Ég vissi ekki af þessu fyrr en ég sá þetta í fjöl­miðlum í morg­un. Maður ger­ir ráð fyr­ir því að þetta verði skoðað, þótt ég þekki það mál ekk­ert,“ seg­ir Guðmund­ur.

Hann seg­ir að fyr­ir utan þann vink­il hljóti það að vekja at­hygli að á tím­um þar sem stjórn­völd séu með verk­efni um að velja eigi ís­lenskt skuli jafn­stórt verk­efni og raun ber vitni fara úr landi. „Sér­stak­lega af því að það mun­ar ekki nema 0,82%,“ seg­ir Guðmund­ur og bæt­ir við að verk­efni hér á landi skapi tekj­ur og vinnu fyr­ir Íslend­inga:

„Þetta er skrítið og svekkj­andi.“

Spurður hvort hann telji að það sé mögu­leiki á því að val­inu verði breytt vegna fregna af mis­ferli M&C Sa­atchi seg­ir Guðmund­ur það ákaf­lega lang­sótt. 

„Það er kæru­ferli og tím­inn er tíu dag­ar. Við erum að skoða okk­ar mál og ég geri ráð fyr­ir því að Rík­is­kaup skoði þessi mála­ferli úti bet­ur.“

Held­urðu að val­nefnd­in hafi ekki kynnt sér málið nægj­an­lega vel?

„Í ferl­inu þarf að fylla út ákveðnar upp­lýs­ing­ar sem tengj­ast ein­mitt svona mál­um. Ég geri ráð fyr­ir að þeir hafi fyllt það út og því hafi verið tekið sem full­nægj­andi gögn­um. Það er greini­lega ekki tími til að sinna ein­hverj­um rann­sókn­um á þess­um stutta tíma.“

Guðmund­ur seg­ir að Pip­ar/​TBWA muni fylgj­ast með næstu daga og vænt­ir þess að fá niður­stöðu val­nefnd­ar til sín, enda ákaf­lega mjótt á mun­un­um.

mbl.is