Útkall vegna báts sem svaraði ekki stjórnstöð

Þyrla Landhelgisgæslunnar, TF-EIR, og varðskipið Týr voru send af stað …
Þyrla Landhelgisgæslunnar, TF-EIR, og varðskipið Týr voru send af stað í kjölfar þess að ekki náðist samband við bát út af Reykjanesi. Ljósmynd/Landhelgisgæslan

Þyrla Land­helg­is­gæsl­unn­ar, áhöfn­in á varðskip­inu Tý og sjó­björg­un­ar­sveit­ir á veg­um Slysa­varna­fé­lags­ins Lands­bjarg­ar voru kallaðar út í há­deg­inu í dag vegna báts sem datt úr sjálf­virkri til­kynn­ing­ar­skyldu og svaraði ekki kalli stjórn­stöðvar Land­helg­is­gæsl­unn­ar þrátt fyr­ir ít­rekaðar til­raun­ir, seg­ir í til­kynn­ingu frá Land­helg­is­gæsl­unni.

Fram kem­ur að haf­ist var handa við að ná sam­bandi við bát­inn og skip á svæðinu þegar merki frá bátn­um hætti að ber­ast stjórn­stöð Land­helg­is­gæsl­unn­ar en bar það ekki ár­ang­ur.

Bát­ur­inn var stadd­ur um þrjár sjó­míl­ur vest­ur af Staf­nesi þegar síðast var vitað um hann og var einn um borð. Þegar til­raun­ir til að kom­ast í sam­band við bát­inn báru eng­an ár­ang­ur var ákveðið að kalla út þyrlu Land­helg­is­gæsl­unn­ar, áhöfn­ina á varðskip­inu Tý auk sjó­björg­un­ar­sveita frá Sand­gerði.

Þá seg­ir að þyrl­an hafi tekið á loft frá Reykja­vík klukk­an 12:20 en skömmu síðar náðist sam­band við línu­bát­inn Berg­vík, sem var í grennd­inni, í gegn­um farsíma. Þá kom í ljós að bát­ur­inn sem saknað var hafði orðið raf­magns­laus og gat ekki komið vél í gang.

Um það leyti sem línu­bát­ur­inn Berg­vík kom að náðist að koma vél báts­ins í gang. Hann held­ur nú til hafn­ar í fylgd Berg­vík­ur. Að auki sigl­ir bát­ur frá björg­un­ar­sveit­inni í Sand­gerði á móti til að gæta fyllsta ör­ygg­is.

Í til­kynn­ing­unni kveðst Land­helg­is­gæsl­an leggja ríka áherslu á að sjófar­end­ur sinni hlut­vörslu á rás 16 sem get­ur reynst lífs­nauðsyn­leg í neyð.

mbl.is