Aðgerð kafaranna snúin

Kafari úr séraðgerðasveit Landhelgisgæslunnar kemur upp úr Seyðisfirði.
Kafari úr séraðgerðasveit Landhelgisgæslunnar kemur upp úr Seyðisfirði. Ljósmynd/Landhelgisgæslan

Landhelgisgæslan hefur birt á vef sínum myndir af vinnu séraðgerðasveitar undanfarna daga við að undirbúa steypuvinnu svo hægt sé að koma í veg fyrir olíuleka sem stafar frá flaki El Grillo sem sökk í Seyðisfirði árið 1944. Vonað er að steypuvinna geti hafist á morgun en í dag hafa steypumót verið smíðuð.

Vinna í kringum olíuleka krefst þrifa.
Vinna í kringum olíuleka krefst þrifa. Ljósmynd/Landhelgisgæslan

Af myndunum að ráða virðist verkefnið krefjandi þar sem olía er þrifin af köfunargleraugum kafaranna.

Fram kemur á vef gæslunnar að aðgerð sem þessi sé snúin, en kafað er frá vinnupramma og getur hver kafari unnið neðansjávar í um 20 mínútur. Að lokinni vinnu þurfa kafararnir tvívegis að gangast undir svokallaða afþrýstingu á leiðinni upp enda er El Grillo á 32 metra dýpi.

Kafað er frá pramma.
Kafað er frá pramma. Ljósmynd/Landhelgisgæslan
Pramminn hífður við sjósetningu.
Pramminn hífður við sjósetningu. Ljósmynd/Landhelgisgæslan
Ljósmynd/Landhelgisgæslan
Varðskipið Þór við bryggju á Seyðisfirði.
Varðskipið Þór við bryggju á Seyðisfirði. Ljósmynd/Landhelgisgæslan







mbl.is