„Dágóð“ aukning í útflutningi sjávarafurða

Útflutningur á sjávarafurðum var 17% meiri í krónum talið í …
Útflutningur á sjávarafurðum var 17% meiri í krónum talið í síðustu en í sömu viku í fyrra. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Aukn­ing í út­flutn­ings­verðmæt­um sjáv­ar­af­urða í viku 19 í krón­um talið er tal­in „dágóð“ miðað við stöðuna í sömu viku í fyrra, í frétta­bréfi Sam­taka fyr­ir­tækja í sjáv­ar­út­vegi. Þar seg­ir að út­flutn­ings­verðmæti sjáv­ar­af­urða nam tæp­lega 5,4 millj­örðum króna í síðustu viku. Sömu viku í fyrra var verðmæti út­fluttra sjáv­ar­af­urða 4,6 millj­arðar og er aukn­ing­in því rúm­lega 17%.

Hins veg­ar er bent á að aukn­ing­una megi nán­ast alla rekja til lægra geng­is krón­unn­ar og var gengið 14% lægra í síðustu viku en það var í sömu viku í fyrra. „Útflutn­ings­verðmæti sjáv­ar­af­urða er þar með nán­ast á pari í viku 19 sam­an­borið við sömu viku í fyrra, mælt í er­lendri mynt; aukn­ing­in er rétt rúm­lega 1%.“

Útflutn­ings­verðmæti sjáv­ar­af­urða á fyrstu 19 vik­um árs­ins nem­ur 86,3 millj­örðum króna en voru 91 millj­arður á sama tíma­bili í fyrra. „Jafn­gild­ir það sam­drætti upp á rúm 5% í krón­um talið en rúm­um 11% í er­lendri mynt. Þar af er sam­drátt­ur­inn frá viku 13 til viku 19 á milli ára rúm 20% í er­lendri mynt, en það er tíma­bilið sem áhrifa COVID-19 gæt­ir á út­flutn­ing.“

mbl.is