Disneyland í Sjanghæ opnaði dyr sínar

00:00
00:00

Disney­land í Sj­ang­hæ í Kína opnaði í byrj­un vik­unn­ar. Gest­ir skemmtig­arðsins verða að vera með and­lits­grím­ur og eru þeir hita­mæld­ir áður en þeir kom­ast inn í garðinn.

Garður­inn hef­ur verið lokaður í þrjá og hálf­an mánuð vegna út­breiðslu kór­ónu­veirunn­ar. Þótt garður­inn hafi opnað dyr sín­ar er ekki allt eins og það var áður en heims­far­ald­ur­inn skall á. 

Und­ir venju­leg­um kring­um­stæðum geta 80 þúsund manns heim­sótt garðinn og 12 þúsund manns vinna þar á hverj­um degi. Á opn­un­ar­degi garðsins í vik­unni var hins veg­ar fjöl­menn­ara í hópi starfs­fólks en gesta. 

Stjórn­andi Disney­lands í Sj­ang­hæ, Andrew Bol­stein, sagði í viðtali við CNN Tra­vel að garður­inn hefði aukið við þann fjölda sem sinn­ir þrif­um í garðinum. 

Flest­ir gest­anna sem heim­sóttu garðinn þenn­an fyrsta dag voru íbú­ar Sj­ang­hæ og leyndi gleðin sér ekki, þrátt fyr­ir að all­ir hafi verið með and­lits­grímu.

Disneyland í Sjanghæ hefur opnað dyr sínar.
Disney­land í Sj­ang­hæ hef­ur opnað dyr sín­ar. AFP
Allir með grímu.
All­ir með grímu. AFP
Flestir gestanna voru heimamenn.
Flest­ir gest­anna voru heima­menn. AFP
AFP
Tveggja metra reglan í hávegum höfð.
Tveggja metra regl­an í há­veg­um höfð. AFP
mbl.is

Stönd­um sam­an

Við hjá Árvakri vilj­um vekja at­hygli á því sem vel er gert á þess­um erfiðu tím­um. Ef þú ert með góða sögu af fyr­ir­tækj­um og ein­stak­ling­um sem eru að gera gott, sendu okk­ur ábend­ingu á net­fangið stond­um­sam­an@mbl.is.

Stöndum saman