„Force majeure“ hjá Borgarleikhúsinu

Í tilkynningu leikhússins segir að samkomutakmarkanir sem eru við lýði …
Í tilkynningu leikhússins segir að samkomutakmarkanir sem eru við lýði vegna kórónuveirufaraldursins hafi gert það að verkum að Borgarleikhúsið hafi neyðst til að fella niður allar sýningar ótímabundið og hafi því verið tekjulaust. mbl.is/Kristinn Magnússon

Borg­ar­leik­húsið hef­ur reynt að bregðast við óviðráðan­leg­um aðstæðum með því að nýta sér úrræði stjórn­valda, meðal ann­ars hluta­bóta­leiðina, en á veg­um rík­is­valds­ins standa því eng­in úrræði til boða að koma til móts við þá starfs­menn sem ekki falla und­ir úrræðið. Fyr­ir­tækið var því nauðbeygt að fella um­rædda starfs­menn tíma­bundið af launa­skrá.

Þetta kem­ur fram í til­kynn­ingu frá Borg­ar­leik­hús­inu vegna um­fjöll­un­ar fjöl­miðla um að starfs­menn í minna en 45% starfs­hlut­falli hefðu ekki fengið greidd laun í apr­íl­mánuði.

Í til­kynn­ingu leik­húss­ins seg­ir að sam­komutak­mark­an­ir sem eru við lýði vegna kór­ónu­veirufar­ald­urs­ins hafi gert það að verk­um að Borg­ar­leik­húsið hafi neyðst til að fella niður all­ar sýn­ing­ar ótíma­bundið og hafi því verið tekju­laust. Áhrif sam­komutak­mark­ana á rekst­ur leik­húss­ins séu af sama meiði og hjá fyr­ir­tækj­um sem gert var að hætta starf­semi, enda sé ómögu­legt að halda áfram sýn­ing­um.

Borg­ar­leik­húsið eigi hins veg­ar ekki rétt á sér­stök­um styrkj­um til að mæta því tjóni sem orðið hef­ur, því starf­semi þess falli ekki und­ir sér­stök úrræði vegna fyr­ir­tækja sem gert var að loka starf­semi sinni.

Fé­lagið var nauðbeygt til að fella starfs­menn í minna en 45% starfs­hlut­falli, sem ekki falli und­ir úrræði stjórn­valda, tíma­bundið af launa­skrá með vís­an til 3. grein­ar laga nr. 19/​1979, sem kveður á um svo­kallaðar „force maj­eure“-aðstæður.

„Það ætti varla að orka tví­mæl­is að sú staða sem Borg­ar­leik­húsið er í vegna sam­komutak­mark­ana telj­ist til óviðráðan­legs áfalls sem hafi heim­ilað því að fella starfs­fólk sitt af launa­skrá með vís­an til grein­ar­inn­ar. Starfs­fólkið ætti því með réttu að eiga rétt til at­vinnu­leys­is­bóta meðan á ástand­inu stend­ur. Borg­ar­leik­húsið von­ast til að geta hafið starf­semi sem fyrst en það er því miður ekki í hönd­um þess. Borg­ar­leik­húsið mun sækja fram um leið og kost­ur er og von­andi njóta starfs­krafta alls síns góða fólks áfram.“

mbl.is