21% minni afli í apríl

Afli íslenskra fiskiskipa vcar mun minni í apríl í ár …
Afli íslenskra fiskiskipa vcar mun minni í apríl í ár miðað við sama mánuð í fyrra. mbl.is/Árni Sæberg

Afli ís­lenskra fiski­skipa var 88,8 þúsund tonn í apríl sem er 21% minni afli en í apríl 2019, að því er fram kem­ur á vef Hag­stofu Íslands. Þar seg­ir að  þorskafli hafi verið svipaður milli ára í apr­íl­mánuði. Hins veg­ar var veru­leg­ur sam­drátt­ur í veiðum á ýsu, ufsa og karfa.

Þá seg­ir að sam­drátt­ur var einnig í upp­sjáv­ar­afla þar sem landað magn kol­munna dróst sam­an um 31%. 3.601 tonn­um var landað af grá­sleppu og rauðmaga í apríl, þar af var tæp­lega 60% landað á Norður­landi sem er nokk­ur aukn­ing miðað við fyrri ár.

Frá maí 2019 til apríl 2020 nam heild­arafli 966 þúsund tonn­um sem er 13% minni afli en á sama tíma­bili ári fyrr.

mbl.is